Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

...

Þegar maður kemur aftur til Íslands er maður haldinn þeirri hugvillu að daglegt líf sé ekki þess virði að skrifa um. Að enginn vilji vita hvað ég sé að gera allan daginn því ég er bara á Íslandi og lifi venjulegu lífi einsog allir á Íslandi; ekkert merkilegt við það. En það er vitleysa.

Ég er að vinna á Staðarhrauni í Hítardal í Mýrarsýslu, um það bil 20 mínútur frá Borgarnesi. Hér búa Brandur og Jóna sem eru foreldrar hans Nonna með 12 kýr, 400 kindur og milli 20 og 30 hestar. Ég er hingað ráðin til að temja þessa villihjörð af hestum. Ekki er ég samt byrjuð á mínu tilætlaða verki því hesthúsið er enn í undirbúningi. Ég hef dundað mér við að mála forstofuna, rífa stíur, moka skít, gefa og sópa, ragast í kindum, fella fyrir rúning og gera annað tilfallandi. En núna förum við að geta smíðað inní hesthúsið; allavegana erum við komin með efnið í það.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband