Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Ég er komin heim í heiðardalinn..

Lítill tapír

..og mikið ansi er kalt hérna..

Við eyddum seinustu dögunum í Singapúr hjá Prinsinum af Wales í Little India hverfinu. Við gerðum heiðarlega tilraun til að fara í dýragarðinn singapúrska en það var einsog syndaflóðið væri endurtekið á herðar okkar þar. Við þrjóskuðumst samt við lengi vel, Íslendingar láta ekki smá rigningu á sig fá, þetta var ekki einu sinni köld rigningi! Þegar rigningin var hinsvegar orðin meira en smá og var búin að vera það ansi lengi þá létum við okkur og flúðum í öryggi lestastöðvanna. Þetta var annars mjög fallegur dýragarður og leit vel út. Á myndinni er tapírungi, mjög sætur. Fullorðnir tapírar eru ögn stærri en fullorðin svín.

Daginn eftir flugum við heim. Hvað getur maður sagt um það; 14 tímar í flugvél bjóða ekki uppá að neitt markvert gerist.. Ég horfði á nokkrar bíómyndir, spilaði mario bros og lærði víetnömsku (reyndar soldið seint i rassinn gripið.)

Við komum til London í skítakulda og viti menn! það rigndi þar líka! Og svo maður vitni í biblíuna þá var hvergi rúm fyrir þau á gistihúsum því það voru að koma jól. Við Herdís gengum um götur London í rigningunni og leituðum að gistihúsi í meira en klukkutíma þangað til að einn góðhjartaður hótelmaður vorkenndi okkur og lét okkur fá herbergi. 

Daginn eftir flugum við til Íslands. Það var nú líka tiltölulega viðburðalaust flug. Þegar við vorum búnar að tékka inn farangurinn okkar og vorum komnar inn í flugstöð slitnaði annar sandalinn minn.. Þeir fóru í ruslið og Hildur hélt áfram berfætt. Berfætt í flugvélina, berfætt út úr henni, berfætt í fríhöfnina og í gegnum tollinn. Þegar ég leit úr um dyrnar og sá snjóinn úti þá ákvað ég samt að kafa ofan í tösku og ná mér í skó.. 

Ísland er kalt en ágætt. Við fórum uppí Borgarnes og fengum grjónagraut með slátri. Svo leið helgin við mikinn bakstur og skemmtun. Við bökuðum laufabrauð, kossa, netkökur, kryddkökur, spesíur, engiferkökur, piparkökur og sörur. Ágætis árangur miðað við stærðina á eldhúsinu hérna heima..

Svo er bara að finna sér vinnu.  


Singapur eda Indonesia?

Singapur er roalega hrein borg. Svo hrein ad hun er nanast sotthreinsud. Tad er lika 500 dollara sekt vid tvi ad henda rusli a gotuna. Og sekt vid tvi ad borda i lestinni. Og sekt vid tvi ad standa fyrir utan gulu linuna a lestarpallinum, sekt fyrir ad misnota rullistiga, sekt fyrir ad bida ekki eftir graena kallinum, sekt fyrir ad fara ekki yfir a gangbraut og loks daudrefsing fyrir ad smygla inn eiturlyfjum samkvaemt singapurskum logum. Singapur er semsagt drifin afram af sektum, bodum og bonnum og tar fyrir utan er hun rosalega dyr borg. Vid Herdis vorum ekkert alltof hrifnar af Singapur. Tannig ad vid skelltum okkur til Indonesiu i stadinn! Rett fyrir utan Singapur er indonesiska eyjan Bin Tan sem vid settum stefnuna a. Eftir mikla leit fundum vid rettu ferjuna og ferdinni var heitid til Tanjung Pinjang sem samkvaemt guidabokinni var litid fiskimannatorp. Tegar vid komum tangad ta komumst vid ad tvi ad i tessu litla fiskimannatorpi bua 300.000 manns.  Tad var viss lettir ad koma aftur i land tar sem manni var heilsad a gotum uti og allir ad reyna ad selja manni ferd a motorhjolinu sinu, grilladan fisk i bananalaufi eda eitthvad allt annad. Tegar madur er buinn ad venjast athyglinni i Vietnam finnst manni soldid kalt ad koma til Singapur tar sem madur er bara hreint ekkert merkilegur!  I Indonesiu gerdum vid nanast ekki neitt. Lagum a strondinni, bordudum stoku sinnum og drukkum bjor og svo forum vid ad sofa. Allt saman mjog afslappad og rolegt. Seinni nottina okkar svafum vid i kofa sem var a stultum ut i sjo med lauftaki og morgum gotum a milli. Vid gerdum rad fyrir ad vera tarna einn dag  i vidbot en tad gerdi mini hitabeltisstorm tannig ad tad hvein og song i ollu um nottina og vindurinn og regnid bardist inn um allar rifur a kofanum. Tegar vid voknudum (tad er, Herdis vaknadi og vakti mig svo) var urhellisrigning og hressilegt rok tannig vid akvadum ad fara bara aftur til Singapur, tar sem eg sit nuna.  En eg svaf nu bara mjog vel i kofanum...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband