Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Amritsar - seinni hluti

  Komin heim en ferðasagan er ekki alveg búin.

Það sem að Amritsar lifir á er að þetta er landamærabær og fólk sem ætlar yfir landamærin þarf að koma þarna við, gista eina nótt eða svo og það áhugaverðasta sem gerist í Amritsar; mesta aðdráttaraflið fyrir túrista er þegar það er verið að skipta um verði við landamærin. Eða það héldum við allavegana þegar leigubílstjóri stoppaði okkur úti á götu og bauðst til að fara með okkur til landamæranna. Gaman að kíkja á svona túristaviðburði þannig að við tókum boði hans og héldum af stað. En okkur skjátlaðist. Þetta er nefnilega enginn túristaviðburður. Ef ég ætti að kasta tölu á mannfjöldann sem var þarna þá myndi ég segja yfir 500 Indverjar á móti 6 túristum. Þarna mætti okkur þrumandi rokktónlist úr hátölurum, fólk öskrandi (hvaða land er best í heimi? INDLAND!!) og brjáluð stemming. Litirnir voru allsráðandi í mannþrönginni Indlandsmegin. Ef maður kíkti svo í gegn til Pakistan þá sá maður mikið af hvítu, brúnu, ljósbláu, stöku svartan og ef karlmennirnir voru alveg að missa sig, dökkgrænan.

Svo byrjaði athöfnin sjálf. Þið ykkar sem hafið séð sMinistry of Silly Walksketsinn frá Monty Python þar sem að John Cleese vinnur fyrir The Ministry of Silly Walks. Ímyndið ykkur John Cleese í rauðum skautbúningi (svona einsog fjallkonan er í) og þá eruð þið komin með nokkuð góða mynd af þessu. Aðalpáfuglinn Indlandsmegin tók í höndina á aðalpáfuglinum Pakistansmegin (sem var líka í páfuglabúning, bara svörtum. Beisaðir búningar eru allt of exótískir fyrir Pakistana). Pakistanar og Indverjar öskruðust soldið á, Pakistan vs Hindustan, flöggin dregin niður og upp aftur, landamærahliðinu lokað og allt búið. Indverjar fóru heim til sín í gleðivímu eftir skemmtunina, þetta jafnaðist allt saman á við myndarlegustu rokktónleika á Íslandi.

Þar sem þetta var um kvöld fórum við Herdís heim til okkar í skrautlega herbergið. Við gættum okkar vandlega að horfa ekki of lengi á veggina til að fá ekki illt í augun af litasamsetningunni. Áður en við duttum út af voru gerð veðmál um hversu langan tíma það myndi taka okkur að komast inn til Pakistan í gegnum allt pappírsvesenið og kjaftæðið. Herdís veðjaði á 2 og hálfan tíma, ég giskaði á 4. Eftir það fórum við að sofa.

Málið með Pakistan er nefnilega það að það þurfa allir vegabréfsáritun til að komast til Pakistan. Nema örfá pínku lítil lönd sem eru það lítil að það tekur því eiginlega ekki.  Ísland er semsagt á þessum lista. En út af því að þetta eru svo lítil lönd sem svo fáir koma frá þá eru líka frekar fáir sem vita yfir höfuð að það eru einhverjar undantekningar frá þessari vegabréfareglu.

En landamæraeftirlitið stóð sig með prýði. Þegar því var tilkynnt að við ættum ekki að þurfa visa þá teygðu þeir sig niður í skúffu og kíktu á listann með löndunum sem þurfa ekki visa og viti menn; þar var landið Ice Land og okkur var hleypt inn. Við fórum í gegn á 2 klst og 15 mín og allt í einu vorum við komin í annað land. Við fórum úr búsældarlegu landi, með ræktaða akra beggja megin við malbikaðan veg með gangstéttum og komum út í eyðimörk..


Amritsar

Tetta blogg sem er her a undan er  tveggja daga gamalt. Einhvern veginn vill sidan stundum ekki vista bloggin inn eftir ad eg er buin ad eyda miklum tima i ad skrifa tau.. Mjog leidinlegt fyrir ykkur tvi ta faid tid engar frettir af mer..  Annars er eg komin aftur til Pakistan fra Kina og er mjog kat yfir teirri breytingu. Kina var ekki jafn skemmtilegt og Pakistan sko, tad vantar eitthvad..

En afram med smjorid: eftir upplifun okkar vid Taj Mahal forum vid aftur til Delhi. Og ta var loksins komid nog. Hedan skyldum vid fara. Vid kvoddum alla sem vid tekkjum i borginni (semsagt Soffiu:) og tokkudum pent fyrir okkur. Svo var hlaupid upp i lest til Amritsar sem er naesti baer vid Wagha landamaerastodina vid Pakistan. Lestarferdin var oeftirminnanleg en tegar vid komum ut af lestarstodinni i Amritsar byrjadi ballid. 

Vid vorum bunar ad velja okkur hotel sem atti ad vera mjog nalaegt lestarstodinni. Vid gengum ut a gotu og um leid vorum vid umkringdar af rickshaw monnum, hjolakollum og leigubilstjorum sem allir vildu skutla okkur eitthvad. Skipti engu hvert, bara eitthvad. Vid settum undir okkur hausinn og brutumst ut ur tvogunni sem hafdi myndast um einu utlendingana, semsagt okkur. Tvagan brast skjott vid og haetti ad vera einsog varnarveggur i kringum okkur og vard einsog konungleg eftirfylgd eftir okkur tar sem vid stikudum afram, fullvissar um ad hotelid vaeri skammt fra og audfinnanlegt. Afram elti tvagan og veitti engan grid. Tvagan elti okkur fra lestarstodinni, aftur til baka tegar vid snerum vid tvi vid heldum ad vid hefdum farid of langt og tegar vid snerum aftur vid og gengum framhja i tridja skiptid med hopinn a haelunum var tetta farid ad vekja almenna katinu hja vegfarendum sem hofdu fylgst med. A endanum turftum vid ad brjota odd af oflaeti okkar og spyrja tvoguna til vegar (tad var nu meira eg sem turfti ad brotna adeins). Ta loks komumst vid a hotelid sem var falid i dimmu husasundi og viti menn: tetta var leidinlegasta hotel sem vid hofum gist a i allri ferdinni! Leidinlegt starfsfolk, omurleg stadsetning, skitug herbergi og hrikalega ljot. Greinilega litblindur innanhusarkitekt tarna a ferd, veggirnir appelsinugulir, med bleikum listum og loftin pastelgraen.

Morall sogunnar er semsagt: Ef tid aetlid ad eyda nott vid Wagha landamaerin, gerid tad ta Pakistan megin. 

Eftir tessa reynslu for Amritsar nu reyndar bara upp i hugum okkar. Enda var nu ekki haegt ad fara laegra eftir tessar mottokur sem vid fengum. Amritsar er tannlaeknabaer Indlands, her er haegt ad fa tannlaekni, gervitennur og goma a hverju gotuhorni. Og i naesta bloggi verdur sagt fra adaldjamminu i Amritsar: tegar tad er skipt um verdina a landamaerunum. Nu er kominn timi til ad pilla sig upp a hotel og fara ad sofa i hausinn a ser.      

  


Kina


 Ja, tad var sem mig grunadi ad internettengingar i fjollum Pakistans eru ekki neitt ofbodslega godar. Eg komst i eittt skipti i tolvu i Gilgit (notadi einu tolvuna sem virkadi a internetkaffinu) og tolvan su virkadi ekki betur en tad ad eg nadi ad senda mommu tolvupost og fullvissa hana um ad vid systurnar vaerum enn a lifi. Svo traut mer tolinmaedin. 

En tad er fullt buid ad gerast. Nuna er eg komin til Kina, sit a fina hotelinu okkar i Kashgar og pikka inn ferdasogu. Er ekki best ad byrja a rettum enda?

Vid Herdis fundumst a endanum i storborginni Delhi tegar hun kom fra Kabul. Eg segi kannski ekki ad tad hafi gengid afallalaust en tad gekk. Daginn eftir var talinn kominn timi til ad kikja a tad sem er mesti ferdamannastadur Indlands og to vidar vaeri leitad: Taj Mahal. 

Vid boggludumst i oloftkaeldum bil i fjora tima til tess eins ad sja undrid. Og viti menn, tad var tess virdi! Morgunmatur a ljotasta turistastad sem eg hef komid a, solskin og hiti fra helviti, allir vinir bilstjorans sem hann turfti ad plogga ad okkur: allt tetta turrkadist ut tegar vid saum Taj Mahal. 

Tad sen tid vissud (kannski) ekki um Taj Mahal: 

  1. Oll mengandi umferd er bonnud i tveggja km radius fra byggingunni sem tydir ad tu tarft ad labba upp ad henni, lata hjola ter eda taka rafmagnstaxa. Tetta er gert til ad marmarinn missi ekki hvituna og glampann.  
  2. Tessir 2 km verda ad 4 km upp halla ef tu talar vid hjolamann sem er aestur i ad hjola ter
  3. Gardurinn er sleginn med rafmagnsslattuorfum eda storum slattuvelum sem uxar draga tvi tad ma ekki menga.
  4. Taj Mahal er muslimskt minnismerki, sem Afganskt aettadur muslimakonungur, Shah Jahan, byggdi eftir uppahaldskonuna sina.
Svo er eitt sem mig minnir ad eg hafi heyrt einhvern timann en tori ekki alveg ad sverja fyrir. Taj Mahal stendur a arbakka. Tegar Shah Jahan var ad lata byggja Taj Mahal var hann med stor plon um framtidina. Taj Mahal er alveg symmetrisk bygging og tegar keisarinn sjalfur myndi deyja atti ad byggja alveg eins spegilmynd hinum megin vid ana. En tegar hann svo loksins do ta var ekki alveg til peningur fyrir tvi tannig ad kistunni hans var bara plantad vid hlidina a konunni hans. Og kistan keisarans er vist tad eina sem brytur symmetriuna i Taj Mahal.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband