Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
10.12.2007 | 11:47
Ég er komin heim í heiðardalinn..
..og mikið ansi er kalt hérna..
Við eyddum seinustu dögunum í Singapúr hjá Prinsinum af Wales í Little India hverfinu. Við gerðum heiðarlega tilraun til að fara í dýragarðinn singapúrska en það var einsog syndaflóðið væri endurtekið á herðar okkar þar. Við þrjóskuðumst samt við lengi vel, Íslendingar láta ekki smá rigningu á sig fá, þetta var ekki einu sinni köld rigningi! Þegar rigningin var hinsvegar orðin meira en smá og var búin að vera það ansi lengi þá létum við okkur og flúðum í öryggi lestastöðvanna. Þetta var annars mjög fallegur dýragarður og leit vel út. Á myndinni er tapírungi, mjög sætur. Fullorðnir tapírar eru ögn stærri en fullorðin svín.
Daginn eftir flugum við heim. Hvað getur maður sagt um það; 14 tímar í flugvél bjóða ekki uppá að neitt markvert gerist.. Ég horfði á nokkrar bíómyndir, spilaði mario bros og lærði víetnömsku (reyndar soldið seint i rassinn gripið.)
Við komum til London í skítakulda og viti menn! það rigndi þar líka! Og svo maður vitni í biblíuna þá var hvergi rúm fyrir þau á gistihúsum því það voru að koma jól. Við Herdís gengum um götur London í rigningunni og leituðum að gistihúsi í meira en klukkutíma þangað til að einn góðhjartaður hótelmaður vorkenndi okkur og lét okkur fá herbergi.
Daginn eftir flugum við til Íslands. Það var nú líka tiltölulega viðburðalaust flug. Þegar við vorum búnar að tékka inn farangurinn okkar og vorum komnar inn í flugstöð slitnaði annar sandalinn minn.. Þeir fóru í ruslið og Hildur hélt áfram berfætt. Berfætt í flugvélina, berfætt út úr henni, berfætt í fríhöfnina og í gegnum tollinn. Þegar ég leit úr um dyrnar og sá snjóinn úti þá ákvað ég samt að kafa ofan í tösku og ná mér í skó..
Ísland er kalt en ágætt. Við fórum uppí Borgarnes og fengum grjónagraut með slátri. Svo leið helgin við mikinn bakstur og skemmtun. Við bökuðum laufabrauð, kossa, netkökur, kryddkökur, spesíur, engiferkökur, piparkökur og sörur. Ágætis árangur miðað við stærðina á eldhúsinu hérna heima..
Svo er bara að finna sér vinnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.12.2007 | 14:16
Singapur eda Indonesia?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)