Tilviljanir krydda lífið

Í gærnótt dreymdi mig mikla og stóra drauma, einsog oft áður kannski. Það eina sem ég mundi svona þegar ég var búin að fá mér morgunmat var að mig dreymdi að ég hefði fengið sms frá Andra frænda.

Fyrir þá sem ekki þekkja Andra frænda þá erum við systkinabörn og jafngömul. Reyndar verð ég að segja að ég er 3 vikum eldri en hann og ég nuddaði honum upp úr því alla okkar barnæsku. Satt að segja skil ég ekki alveg að hann skuli tala við mig enn þann dag í dag.. En við lékum okkur allavegana alltaf saman þegar við vorum lítil.

Svo fer ég út eftir morgunmat með sængurfötin mín út á snúru að viðra þau aðeins í rigningunni. Fyrir utan húsið mitt eru tvö lítil börn að leika sér. Ég legg aðeins við hlustir og hvað haldið þið að þau heiti? Hvað annað en Andri og Hildur!

Verð að hringja í Andra..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðeins of skrýtið!

Jóhanna Höeg (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband