...

Þegar maður kemur aftur til Íslands er maður haldinn þeirri hugvillu að daglegt líf sé ekki þess virði að skrifa um. Að enginn vilji vita hvað ég sé að gera allan daginn því ég er bara á Íslandi og lifi venjulegu lífi einsog allir á Íslandi; ekkert merkilegt við það. En það er vitleysa.

Ég er að vinna á Staðarhrauni í Hítardal í Mýrarsýslu, um það bil 20 mínútur frá Borgarnesi. Hér búa Brandur og Jóna sem eru foreldrar hans Nonna með 12 kýr, 400 kindur og milli 20 og 30 hestar. Ég er hingað ráðin til að temja þessa villihjörð af hestum. Ekki er ég samt byrjuð á mínu tilætlaða verki því hesthúsið er enn í undirbúningi. Ég hef dundað mér við að mála forstofuna, rífa stíur, moka skít, gefa og sópa, ragast í kindum, fella fyrir rúning og gera annað tilfallandi. En núna förum við að geta smíðað inní hesthúsið; allavegana erum við komin með efnið í það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er gaman að sjá færslu hér og mér finnst alltaf gaman að vita hvað þú ert að bardúsa! Mikið verður gaman þegar hesthúsið kemst í gagnið, annars er ekkert leiðinlegt að ragast í fé og svona ;-)

 Takk fyrir síðast, mikið var gaman að þú skyldir koma. 

kv. Dóra

p.s. byrjuð á bókinni :-)

Dóra (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 08:37

2 identicon

Elsku Hildur:)

Mér finnst líka gaman að heyra frá þér! Alltaf! Alveg sama hvar þú ert eða hvað þú ert að gera!!! Vonandi hefur þú það áfram gott:) Í dag var hér sól og sumar mikið rætt um að fara í útilegu!! Það fékk mig til að fara að telja dagana í okkar árlegu útilegu á Íslandi;) Pollabuxur eru kúl! Þá verður tekin ný póssyrpa!! Ef Guðrún les þetta, þá verður þú, Guðrún, að fara að æfa ný pós - fyrir nýju línuna!!! Ég er nú þegar byrjuð eins og sést á blogginu okkar;) híhí er farin að bulla of mikið.

 knús frá mér

Helga (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband