3.1.2008 | 23:55
Jól Jól Hól
Farsæl jól og gleðilegt komandi ár!
Ég naut jólanna í faðmi fjölskyldunnar (sat lengi vel föst milli Einars og Snorra því þeir föðmuðu mig svo mikið) í Borgarnesi að þessu sinni. Það var ósköp indælt og ég hef aðeins eitt um kvörtunarefni, raunar það sama og undanfarin þrenn jól.
Ég fékk enga jólabók!
Ég fékk allskyns; peysu og rúmföt og ullarnærföt og skuplu (takk Guðrún : ) og gleraugu en enga bók! Ég hafði grun um að svona myndi fara því undanfarin jól hefur mér ekki gengið vel að hala inn jólabækur þannig að ég ætlaði sko aldeilis ekki að falla aftur í þá gryfju að þurfa að lesa Járningar og hófhirða á sjálfa jólanóttina. Ég skyldi fara út í Eymundson og kaupa mér jólabók! (veit reyndar að það er soldið svindl en hvað getur kona gert?)
Ég þóttist himin hafa höndum tekið þegar að jólanóttinni kom og ég gat dregið sjálfkeyptu jólabókina mína undan koddanum. En svo þegar ég byrjaði að lesa þá var hún bara leiðinleg.. Svo leiðinleg að þó ég hafi klárað hana á endanum þá henti ég henni þegar hún var búin.
Svona eru örlögin. Mér er bara ekki ætlað að lesa á jólunum. Það er kannski einhver þarna uppi sem líkar ekki að athyglin skuli öll vera á lestri þegar hann á ammli.
Athugasemdir
Áttu járningar og hófhirðu eða varstu með bókina mína?
Jóna Þórunn (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 16:05
Hildur! Maður hendir ekki bók! Gastu bara ekki hlustað á skemmtileg lög í staðinn?? ;-)
Dóra (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.