4.12.2007 | 14:16
Singapur eda Indonesia?
Singapur er roalega hrein borg. Svo hrein ad hun er nanast sotthreinsud. Tad er lika 500 dollara sekt vid tvi ad henda rusli a gotuna. Og sekt vid tvi ad borda i lestinni. Og sekt vid tvi ad standa fyrir utan gulu linuna a lestarpallinum, sekt fyrir ad misnota rullistiga, sekt fyrir ad bida ekki eftir graena kallinum, sekt fyrir ad fara ekki yfir a gangbraut og loks daudrefsing fyrir ad smygla inn eiturlyfjum samkvaemt singapurskum logum. Singapur er semsagt drifin afram af sektum, bodum og bonnum og tar fyrir utan er hun rosalega dyr borg. Vid Herdis vorum ekkert alltof hrifnar af Singapur. Tannig ad vid skelltum okkur til Indonesiu i stadinn! Rett fyrir utan Singapur er indonesiska eyjan Bin Tan sem vid settum stefnuna a. Eftir mikla leit fundum vid rettu ferjuna og ferdinni var heitid til Tanjung Pinjang sem samkvaemt guidabokinni var litid fiskimannatorp. Tegar vid komum tangad ta komumst vid ad tvi ad i tessu litla fiskimannatorpi bua 300.000 manns. Tad var viss lettir ad koma aftur i land tar sem manni var heilsad a gotum uti og allir ad reyna ad selja manni ferd a motorhjolinu sinu, grilladan fisk i bananalaufi eda eitthvad allt annad. Tegar madur er buinn ad venjast athyglinni i Vietnam finnst manni soldid kalt ad koma til Singapur tar sem madur er bara hreint ekkert merkilegur! I Indonesiu gerdum vid nanast ekki neitt. Lagum a strondinni, bordudum stoku sinnum og drukkum bjor og svo forum vid ad sofa. Allt saman mjog afslappad og rolegt. Seinni nottina okkar svafum vid i kofa sem var a stultum ut i sjo med lauftaki og morgum gotum a milli. Vid gerdum rad fyrir ad vera tarna einn dag i vidbot en tad gerdi mini hitabeltisstorm tannig ad tad hvein og song i ollu um nottina og vindurinn og regnid bardist inn um allar rifur a kofanum. Tegar vid voknudum (tad er, Herdis vaknadi og vakti mig svo) var urhellisrigning og hressilegt rok tannig vid akvadum ad fara bara aftur til Singapur, tar sem eg sit nuna. En eg svaf nu bara mjog vel i kofanum...
Athugasemdir
Ég trúi því að þú hafir sofið vel... enda þarf nú eitthvað meira en míní-hitabeltisstorm til að vekja þá Hildi sem ég þekki ;-) Hljómar samt eins þið hafið notið þess að vera í Indonesíu.
Dóra (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 15:58
Mig langar í svona kofa...
Birgitta (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 22:15
Þirfti nú að setja svona reglur í henni Reykjavík...
Nonni (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 00:03
Skemmtileg lesning og örugglega geggjað að ferðast þarna um:) Vonast til þess að sjá þig sem fyrst Hildur svo langt síðan ég sá þig seinast, manst að þú átt alltaf heimboð í Heiðargerðið mátt líka eiga heimboð í hesthúsið mitt á Kjóavöllum ef þú vilt frekar hehe:) Svana
Eyrarbakka Svana (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.