...

Komin aftur til Ho Chi Minh og borgin er ekkert eins rosaleg og mig minnti. Fyrst tegar vid komum til borgarinnar fannst mer tetta rosalegt samspil ad oll tessi motorhjol gaetu komist fyrir a gotunni a sama tima, keyrt um og ekki klesst a. Ad komast yfir gotuna virtist omogulegt, eg sa fyrir mer ad vid myndum geta labbad hringinn I kringum Phan Ngu Lao (gotuna okkar, adalbakpokaferdalangahotelstadinn) og kaemumst ekkert lengra tvi vid gaetum ekki farid yfir.. En tetta laerdist einsog svo margt annad herna. Tad er nefnilega serstok taekni vid tetta. Munid tid eftir i Mulan tegar amman er ad tekka a hvort ad krybban se lukkukrybbba og gengur yfir gotuna med bundid fyrir augun? Tad er svoleidis taekni. Tu gengur rosklega yfir gotuna, tad er haegt ad loka augunum ef madur vill tvi tu gerir ekkert nema ad labba og treystir bara a ad motorhjolin keyri ekki a mann! Tad tarf reyndar ad passa sig soldid bilum tvi teir eiga gotuna og reidhjolum tvi ad tau eru ekki alveg jafn lipur i ad stoppa, serstaklega ekki ef tau eru fullhladin.   

Seinasti vidkomustadur i Vietnam sem ord er a hafandi var Cat Ba eyja sem er eyja a HaLong Bay, stutt fra HaNoi. Ynidsleg eyja og rosalega falleg. Tetta er allt saman einsog eyjaklasi med morgum litlum eyjum. Imyndid ykkur ad Alpafjollin hafi sokkid i sjo og tad seu bara efstu 100 m sem standa upp ur. Ta ertu kominn med Cat Ba. Snarbrattar, skogivaxnar hlidar sem standa beint upp ur sjonum. Laglendi er afskaplega takmarkad en skipalaegi eru morg og god.  

Eg tal tad eitt af okkar mestu hoppum i ferdinni ad taka ekki skipulagda ferd til Cat Ba heldur fara sjalfar upp a okkar eigin spytur. Vid tokum hradbatinn til Cat Ba og tegar vid stigum upp a bryggjuna tyrptist ad okkur folk til ad leigja okkur herbergi. Innan tveggja minutna vorum vid komnar med flott herbergi med utsyni yfir sjoinn a 6 dollara. (tad er svona tvofalt hagkerfi i gangi, verd a hotelherbergjum eru td alltaf gefin upp i dollurum en ekki dongum).  Tennan dag leigdum vid okkar motorhjol og keyrdum held eg alla vegi a eynni. Allavegana tokum vid alla afleggjara sem okkur budust, sem voru tveir, og keyrdum ta bada til enda. 

Daginn eftir forum vid i sjoferd. Vid forum a bat i utsynisferd i kringum eyjarnar asamt 4 odrum turistum. Vid vorum med kajak med okkur a einum floanum forum vid i kajakana, vorum send ut a stora floann og sagt ad koma aftur eftir klukkutima. Vid Herdis vorum himinlifandi, her var komid taekifaeri til ad finna ser litla einkavik, fara a land tar, bada sig i solinni, snorkla og synda alveg einar i heiminum! Og vid logdum af stad og fundum rosa fallega vik, voldum tridju vikina sem vid forum framhja. Tegar vid rennum i land tar sjaum vid ad allir hinir turistarnir eltu okkur i einkavikina okkar! Ekki snefill af sjalfstaedri hugsun tvi tad er ekki einsog tetta hafi verid eina vikin! Tannig ad vid Herdis horfudum, forum til baka og fundum okkur adra vik..  

I seinna skiptid sem vid forum a kajak forum vid til ad skoda hella sem vid gatum roid inn i. Skipstjorinn benti inn i sma vik og tar sem hann taladi voda litla ensku vissum vid eiginlega ekki hvad vid vorum ad gera a kajokunum inn i tessarri vik fyrr en vid vorum buin ad roa tangad inn og finna hellinn. Voda finn hellir..  

Vietnamar eru soldid fyndnir. Oryggisbylgjan hefur ekki nad hingad enn. Tad tykir td ekkert tiltokumal ad ferdast i bilum sem vantar hurdina a, vera an hjalms a motorhjoli, vera an hjalms a motorhjoli med nokkrum bornum (eg hef mest sed konu a motorhjoli med 5 born) og svona lagad. Vietnamarnir sem voru ad vinna a batnum sendu okkur ut a tessum kajokum an tess ad hafa ahyggjur af tvi hvort vid kynnum ad synda, hvort vid myndum tynast eda hvort vid kynnum ad roa. Vid vorum reyndar i bjorgunarvestum en tegar eg skodadi tau adeins betur stod junior a teim og eg er ekki viss um ad tau hefdu haldid 45 kg vietnamskri konu, hvad ta mer. Tannig ad eg neitadi ad fara i bjorgunarvesti i seinna skiptid sem vid forum a kajaknum og tvi var tekid med kaeruleysislegu axlayppi. 

Svo var skipulagt stopp a Monkey Island. Baturinn stoppadi svona 20 m fra landi. Skipstjorinn benti upp i fjoru og sagdi ,,Swim!” Vid litum svoldid ringlud hvort a annad. Attum vid i alvoru ad synda i land eda var hann ad grinast? Samferdafolk mitt var svona frekar hikandi tannig ad eg akvad ad taka af skarid og synda i land! Klifra nidur stigann fra batnum og skelli mer a tetta tignarlega skridsund og syndi i land. Tau skyldu sko ekki fa ad segja ad Islendingar vaeru einhverjar rolur!! Tegar eg er ad draga mig upp i fjoru lit eg sigri hrosandi ut i bat, mana hina turistana til ad leika tetta nu eftir og se tar sem ad naesti madur sem kom a eftir mer stendur vid hlidina a batnum med sjoinn ser i mitti…  

Herdis fullvissadi mig samt um ad eg hefdi verid hugrokk.. Soldid kjanaleg en hugrokk.. 

En Apaeyja stod sko sannarlega undir nafni tvi tegar vid vorum ad fara ad vada aftur ut i bat kom apafjolskylda ut ur skoginum! Rumlega 5 apar leku lausum hala a strondinni okkur til mikillar gledi. Einn saklaus ferdalangur hafdi lagt fotin sin i bing a strondinni medan hann var ad synda. Buxurnar nadust nu aftur af apanum en solgleraugun munu aldrei sjast aftur..  En einsog alltaf tegar mikid liggur vid vard myndavelin batteriislaus akkurat tarna.. 

Fra Cat Ba forum vid til HaNoi og med lest til Ho Chi Minh. Oja, 33 tima lestarferd. Valid stod a milli hard bed (6 i klefa) og soft bed (4 i klefa). Eg sannfaerdi Herdisi um ad Soft bed vaeri malid og hun samtykkti tad. Tegar vid komum i klefann ta hugsadi eg med mer ad ef ad tessi fangelsisklefi med 5 cm dynum vaeri soft bed, hvernid vaeri ta hard bed? Arni Jonsen hefdi fengid flog yfir adstaedunum tarna og hefdi bodid nyjar dynur a linuna. Seinna i konnunarferd okkar um lestina sa eg ad hard bed voru um tad bil 2 cm dynur..

En tessi lestarferd var afskaplega tilbrigdalaus. Vid birgdum okkur upp af lesefni og mat og logdumst svo i dvala. I morgun vaknadi eg svo upp af vaerum blundi tegar lestarvordurinn kom inn og oskradi ,,SAIGON”. Vid hrukkum upp og reyndum ad klaeda okkur ur nattfotunum og i venjuleg fot og pakka og koma okkur ut ur lestinni a sem skemmstum tima. Tad endadi a ad eg for i fotin utan yfir nattfotin og stauladist svefndrukkin ut ur lestinni. Svo hefur dagurinn lidid vid mikla eydslu her i SaiGon tvi nu erum vid ad fara heim og allt sem vid aetlum ad kaupa tarf ad kaupast i dag. Flugid til Singapur er i fyrramalid. Er ta ekki malid ad pakka? 

Og fyrir ahugasama get eg stadfest tad ad bandriskar kvikmyndir eru i reynd talsettar a allra versta mata.   

PS: skodid http://www.facebook.com/album.php?aid=18762&l=92499&id=501817281 fyrir ferdamyndir. 1 mynd a dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greinilega yndislegt eyjalíf. Og það er alveg rétt hjá Herdísi þessi sundsprettur út í óvissuna bar vott um mikið hugrekki, allavega meðan þú vissir ekki af grynningunum.....

Góða heimferð, hlakka til að sjá ykkur. Kveðja mamma

mamma (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 20:03

2 Smámynd: Zóphonías

Hringi í þig þegar ég verð í edinborg og þú í london það er svo kúl að vera á sömu eyju ekki satt

Zóphonías, 30.11.2007 kl. 22:34

3 identicon


Fann þess síðu á rápi mínu um netið, þetta er greynilega ævintýraferð sem þið eruð í. Hlakka til að sjá þig aftur og heyra meira af ferðum ykkar.

Kv Ranka

Ranka (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 00:28

4 identicon

Það á nú að vera bannað að vera með battlausa myndavél þegar maður hittir frændur sína á einhverri eyju út í buskanum!!

En núna fara dagar mínir án Hildar brátt að taka enda, hlakka klikkað til að fá þig aftur til baka ;)  og já þetta msn... við erum bara aldrei fyrir framan tölvu á sama tíma ég er orðin mjög sár þegar ég kem fyrir framan skjáinn trekk í trekk og sé að þú  talar um bergmál og annað,ert svo bara komin offline...

 Svona fyrst þú ert bráðum að koma heim og fara í fríhöfnina og svona þá veistu allveg hvað þú mátt gjarnan kaupa fyrir mig þar :) luvjú

Birgitta (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband