25.11.2007 | 13:07
Hildur fer til laeknis
Eg er enn i landi ostodugra nettenginga og daglegra moskitobita.
Tad stefndi allt i ad eg myndi sleppa ut ur landinu an mikilla hrakfara og slysa, an bradamottoku og laekna. En tad gat ekki farid svovel.. A ferd okkar med mr. Hong lobbudum vid einn daginn ut a svokalladan hill rice akur tar sem ad minnihlutahopar raekta hrisgrjon. En tad er nu svosem ekki i sogu faerandi tvi vid stoppudum oft a svona stodum til ad skoda okkur um nema hvad ad eg komst i nain kynni vid einhverja plontu tarna sem skildi eftir allnokkra minjagripi i tam mer. Eg var nu soldid sar og reyndi eftir bestu getu ad plokka nalarnar ur. Svo tegar vid komum til HaNoi, taepri viku seinna kom i ljos ad mer hafdi ekki alveg tekist ad na tessu ur tvi ad eg vaknadi med bolgna storuta a odrum faeti. Fyrst vid vorum i storborginni ta aetludum vid ad skreppa til laeknis, lata hann kikja a tetta og draga seinustu nalarnar ur. Vid forum a laeknastofu sem okkur var sagt ad vaeri god og odyr. Eftir nokkra bid hittum vid laekni sem reyndist vera franskur og taladi prydisensku. Eg skyrdi ut fyrir honum hvad vaeri ad og beid tolinmod medan hann skodadi a mer tana. Ta spurdi hann hvar eg hefdi verid i Vitnam. Eg sagdi honum tad. Ta for hann ad velta fyrir ser likunum a tvi ad eg hefdi fengid malariu, komst loksins ad tvi ad tetta vaeri liklegast ekki malaria. (Eg helt ad malaria lysti ser med hita og flensueinkennum, torsta kannski en ekki med bolgnum tam!! en hvad veit eg..) Svo for hann ad velta fyrir ser likunum a tvi ad tetta vaeri skordyrabit. Komst lika ad teirri nidurstodu ad tetta vaeri liklegast til ekki skordyrabit, allavegana hefdi hann aldrei sed neitt tessu likt. Ta skarst Herdis i leikinn og for ad benda honum a nalarnar i tanni a mer. Nei, hann sa taer ekki en vildi fa ad skoda tetta i betra ljosi og med staekkunargleri. Hann fann ljos, en ekki staekkunargler og sa ekki enn nalarnar. Laeknisferdin okkar endadi a tvi ad Herdis bad um flisatong og dro nalarnar ut og laeknirinn hukti ut i horni a medan. Og tetta kostadi um 120 dollara.
Tain er ennta a en eg er alveg buin ad saetta mig vid tad ef eg skildi missa hana. Tad yrdi besta ferdasaga i heimi!
Nuna erum vid i Hai Phong sem er rett hja HaNoi, nidur vid sjoinn. Vid aetlum a morgun med ferjunni yfir til Cat Ba eyju og aetlum ad eyda tar seinustu dogunum. Tetta er nefnilega nanast allt ad verda buid.. 28. nov leggjum vid af stad aftur til SaiGon (tar hofum vid 36 tima lestarferd til ad hlakka til..) og 1. des fljugum vid til Singapur, 5. des til London og 7. des til Keflavikur.
Eftir nokkrar vikur af sjavarfangi, kjuklingi i lemongrass og chili sosu, saetu braudi, hrisgrjonum og sodnu graenmeti ta er eg alveg til i sma vestraenan mat aftur. Amma: ef tu lest tetta ta aetla eg ad panta ad fa grjongraut med slatri i kvoldmat 7. desember. Vid Herdis erum bunar ad raeda tetta og vid komumst ad teirri nidurstodu ad tetta vaeri hid eina retta.
Mer finnst vietnamskur matur godur, tad er ekki tad. Her er haegt ad fa nanast allt milli himins og jardar. Tad vantar hinsvegar inn eina af grunnfaedutegundum Islendinga: Nestid. Her er nefnilega voda litid haegt ad fa i nesti. mjolkurmatur er mjog fatidur og dyr, enda flest allt innflutt tannig ad ekki tekurdu med ter jogurt. Tad er haegt ad fa braud i bagettuformi en nanast ekkkert ofan a tad tannig ad turrt braud er valkostur. Avexti er haegt ad fa i ollum gerdrum og staerdum tannig ad teir hafa verid uppistadan i okkar nestum. Svo hofum vid bara stoppad a einhverjum local stodum til ad fa okkur nudlusupu eda eitthvad sem vid vitum ekki hvad er tvi enginn talar ensku og vid ekki vietnomsku. Vid hofum samt mismunandi merkjamal vid matarpantanir vid systurnar. Eg stryk mer um magann og set upp eymdarsvip einsog eg hafi ekki bordad i nokkra daga en Herdis laetur sem hun trodi heilu svinslaeri upp i sig og tyggi og brosir svo med eftirvaentingu. Badar adferdirnar hafa virkad.
Serstakt vietnamskt lostaeti eru djupsteiktir bananar. Ta er banansneidum velt upp ur hrismjoli med sma litarefni i og svo djupsteikt. Tad er lika haegt ad fa saetar kartoflur medhondladar a sama hatt og mer finnst tad eiginlega betra en bananarnir. Herdisi ekki. Tetta er bara haegt ad fa um eftirmiddaginn held eg, allavegana hef eg aldrei sed tetta um annan tima. Maeli med tessu fyrir verdandi ferdalanga.
Allt sjonvarpsefni her er talsett alveg einstaklega illa. Minnir mig a barnaefni fra 1993 tar sem ad ein kona les fyrir allar personurnar og eftir talandanum ad daema gaeti hun verid ad lesa kaflann um El Salvador ur heimsskyrslu sameinudu tjodanna. Tannig er allt sjonvarpsefni her i landi, drama, spenna, gaman, sapur og kynningataettir. Frettir eru oft lesnar af einhverjum ur hernum enda er tetta allt saman rikisrekid, hversvegna ekki ad nyta herinn! Eg er ad hugsa um ad skreppa i bio i kvold og vita hvort teir lati bandariskar biomyndir halda ser. Grunar samt ekki...
Athugasemdir
Leitt að heyra af bólgnu stórutánni en það gat svo sem verið verra, miklu verra. Og miðað við Hildi mína þá koma svona hrakfarir ekki alveg á óvart. Gott að hafa stórusystur með góða töng og góða sjón. Svolítið bjargarlaus þessi læknir. Lætur fólk sjá um sig sjálft eða systur þess. Góður að rukka samt.
Vona að þið hafið lært eitthvað í Vietnamskri matargerð og getið látið fjölskylduna njóta góðs af. Það væri gaman að prófa Vietnamska rétti. Grauturinn góði og slátrið stendur þó alltaf og ævinlega fyrir sínu. Ég skal sjá um að þessi fróma ósk komist til skila. Ég hlakka mikið til að sjá ykkur elskurnar mínar. Ég þarf bara að vita k. hvað ég á að sækja ykkur. Frétti af því seinna. Hafið það áfram gott. Bless í bili
mamma (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 16:37
P.S. ég kem líka með að sækjaykkur - ég þarf að fá skýringar af ÓLÆSILEGUM orðum...
Guðrún (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 17:05
þú ert metfé Hildur, rosalega gaman að lesa um ferðalag ykkar systra
Sigurbjörg Rut Hoffritz (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 21:13
Þið systur eruð náttúrulega einstakar:) Mikið vildi ég vera lítil fluga á vegg þegar þið eruð að lýsa því yfir að þið séuð svangar hehehe
Það var samt leiðinlegt með tánna en gott að þú varst með eitt stykki Wilderness First Responder Officer systur sem kunni á flísatöng með í för. Vonandi að ekki verði af afföllum á fótunum á þér Hildur mín í táformi í þessarri ferð.
Kveðja, Halla
Halla Kjartans. (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 23:59
Hildur ég hef alla tíð verið að reyna að segja þér hvað bananar eru góðir !!!
Zóphonías, 27.11.2007 kl. 09:50
já og til hamingju með nýju gleraugun
Zóphonías, 28.11.2007 kl. 00:15
ha ha það er svo gaman að lesa um hvað er að gerast hjá ykkur (og meira að segja finst mér gaman að lesa huuuu það er etthvað nýtt)!!! gangi ykkur vel Knús til ykkar!!
kv Sigurrós
p.s þú sem ert að hlæja af stafsetninguni þá var ég að vanda mig
Sigurrós María (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 19:23
Hildur min
Ef thu hefdir bara verid i stigvelum, tha vaeri stora tain a ther ekki enntha bolgin - tiu dogum seinna!
Hate to say I told you so... en... I told you so!
Herdis (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 14:14
Eg skal samt alltaf alltaf tina nalar ur tanni a ther thegar thu tharft a thvi ad halda...
Herdis (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.