21.11.2007 | 13:22
Mr. Hong
Komin til Hoi An. Seinustu 6 dagar hafa lidid tiltolulega fljott aftan a motorhjolinu hans Hongs. Eg verd ad vidurkenna ad eg skildi aldrei tessa motorhjolamenningu a Islandi. Tetta er kalt og blautt og storhaettulegt hugsadi Hildur, fafrod og fordomafull, an tess ad hafa nokkurn timann stigid a bak motorhjoli. Nu er eg adeins frodari og er buin ad skipta um skodun: motorhjol eru aedi! Eg hefdi gifst mr. Hong, eignast med honum 16 born og lifad satt sem mrs. Hong ef eg hefdi fengid motorhjolid hans i kaupbaeti. (hugsa reyndar ad hin raunverulega mrs. Hong hefdi ekki ordid neitt obbodslega kat..)
Tad eru margir ferdamatar her i Vietnam. Sa augljosasti er natturulega tveir jafnfljotir. Margir hjola herna og tad virdast vera log ad ekkert hjol megi passa hjolandanum. Hjolin eru upp til hopa of litil og med kjanalega stuttum pedolum en tad er ekkkert sem gaeti talist barnahjol tannig ad krakkar droslast um a alltof storum hjolum. Tad er fullt af motorhjolum ut um allt og allt morandi i xe om sem eru leigumotorhjol. Svo eru hin vidfraegu cyclo hjol tar sem ad tu situr I saeti framan a og tad er vietnami aftan a sem hjolar med tig tangad sem tu vilt fara. Vid Herdis prufudum svoleidis einu sinni. Um leid og eg settist i saetid fann eg sterkt til tess ad eg vaeri hvit. Eg var hviti audvaldssinninn ad lata litla gula manninn traela fyrir mig og eg borgadi honum ekki einu sinni vel! Mer fannst allar gotur vera upp I moti og litli guli madurinn aftan a stroggladist med mig upp hallann. Minn hjolari kalladi til Herdisar hjolara sem var kominn adeins fram okkur. I huganum tyddi eg fyrir hann ,,biddu eftir mer! Tessi er svo tung ad eg kemst ekkert afram med hana! Mig langadi til ad snua mer vid og fullvissa hjolarann um ad eg vaeri alveg a leidinni i megrun og spurja hvort eg aetti kannski ad labba herna upp brekkuna? Ekki uppahalds minnningin min fra Ho Chi Minh.. Bilar eru nokkrir herna, flestir samt taxar. Allir nyir og flestiir keyra a midri gotunni med flautuna a fullu. En uppahalds ferdamatinn minn er motorhjol..
En ta komum vid ad vikunni okkar taepu med Mr. Hong. Mr. Hong er yndislegur. Hann vinnur sem guide og tekur turista i ferdir a motorhjolinu sinu. Hann a lika triggja hektara land sem hann raektar kaffi a en hann langar til ad planta gummitrjam tar tvi tad er svaka grodi af teim. Hann var offiseri i Sudur-Vietnamska hernum tannig ad tegar nordur-congarar unnu var hann ekki uppahalds. Ta gerdist hann bondi tvi tad var eiginlega eina leidin til ad fa vinnu. Fyrir 10 arum akvad hann a fara ad vinna sem guide tvi hann laerdi ensku i hernum. Ta voru ferdamenn ad byrja ad koma til landsins og ferdast upp a eigin spytur. Fyrst tegar ferdamenn fengu ad koma hingad var ollu vel styrt, rikid atti oll hotel og ferdamenn fengu ad fara i ritskodadar ferdir. Tad eru ekki nema 16 ar sedan fyrstu ferdamennirnir fengu ad komast hingad. Enn tann dag i dag turfum vid ad syna passa a ollum hotelum og hotelin skrifa nidur alla gestina og skila skyrslu til loggunnar. Tad ma gista hja vinum sinum her en vinir tinir turfa ta ad fara med passann tinn til loggunnar og skila skyrslu um ad tu hafir gist hja teim.
Allavegana.. Mr. Hong for med okkur um midhalendid og syndi okkur rosalega margt. Nuna veit eg hvernig tofu, hrisgrjonavin, silki, mursteinar, pipar, tapioca og hrisgjronanudlur eru gerdar. Eg veit miklu meira um stridid vid Bandarikjamenn og vietnomsku tjodarsalina. Svo kann eg miklu meiri i vietnomsku lika! Ordafordi minn for ur nanast engu upp i ein 10 ord! Vid forum um sveitir tar sem ad var varla turisti i augsyn og skodudum margt sem bara vietnami hefdi vitad um. Vid bordudum a plaststolum a local veitingastodum (allir local veitingstadir eru med plaststola eda kolla og flestir eru I barnastaerdum.. tetta er eitt einkennid a vietnomskum veitingastad, annad einkennid er hundurinn sem etur allt ruslid af golfinu. Ef tu fared bein, ta hendir tu tvi bara a golfid.. ) mat sem eg er ekki viss um hvad var. Flest mjog gott en sumt frekar skrytid.
En tad sem var samt fyndnast vid tetta allt saman var ad hafa tulk. Tad fyrsta sem nanast allar konur sogdu vid okkur var hversu fallega hud vid vaerum med, hud einsog ungabarn. Sama hvar vid stoppudum, hvort sem tad var a bensinstod eda I fjallakofa ta kom tetta alltaf! Naesta comment var svo venjulega hvort ad tetta vaeri raunverulegur haralitur eda tad var spurt hversu gamlar vid vaerum. Mjog fyndid. Vietnamar eru lika mjog gestrisid folk og vill alltaf spjalla. Tad er mjog surt yfir tvi ad vid tolum ekki vietnomsku og nytir ta taekifaerid tegar tad hefur tulk. Margar konur letu Hong segja mer hvad taer vaeru gamlar og ta atti eg ad segja ,,va, i alvoru? Eg helt tu vaerir 25! Tad var reyndar oft raunveruleikinn, konur sogdust vera 44 og litu ut fyrir ad vera rett skridnar yfir tvitugt. Nokkrar baru mig og sig saman. Hong tyddi til ad byrja med ,,Hun segir ad hun se 44 en tu 21 og sjadu hvad hun er ungleg i framan og med fallega hud. Svo tegar taer bentu a sjalfa sig og heldu hondunum fyrir framan mittid a ser med svona halfs metra millibili og bentu svo a mig og breikkudu bilid milli handanna um svona ca 1 meter ta haetti Hong ad tyda.. Of mikill herramadur til ad tyda svona comment..
Hver aetlar svo ad vera fyrstur til ad bjoda mer I motorhjolaferd tegar eg kem heim? Sa hinn sami skal vera besti vinur minn i viku!
Athugasemdir
haha, ég skal lofa þér því hildur að það verður sko ekki ég sem býð þér í fyrstu mótorhjólaferðina á íslandi;) Ég verð bara að verða besta vinkona þín á einhvern annan hátt! hehe! Hafðu það gott!
Guðrún Nína (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 16:03
Aldeilis gaman að lesa af ævintýrum ykkar systra. Ohh maður fær alveg fiðring að hugsa til svona mótorhjólaferða Í Thailandi var mikið um svona en líka mikið um túrista sem voru húðlausir upp eins og annan legginn eftir að hafa dottið. Við keyrðum einu sinni næstum á munk og einu sinni næstum á belju sem var að ráfa á götunni um miðja nótt.
Verð nú að segja að mér finnst þessi gestrisni fara soldið út í öfgar hjá þessu fólki eða þá að þau misskilja gestrisni og halda að gestirnir eigi að vera öfgakurteisir við þau og þau megi vera ókureis við þá
Halla (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 16:26
"Hva... allt að fillast af þessum helvítis útlendingu" sagði víetnamin.
"Rosalega ertu sæt og með fallega húð" sagði túlkurinn við Hildi.
"Þessir spigfeitu hvítingjar spranglandi um eins og þeir eigi heiminn, held þessi sé sá ljótasti sem ég hef séð" sagði víetnaminn
"Þú ert svo ungleg með fallegt hár" þýddi Túlkurinn fyrir Hildi.
Nonni (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 00:10
Þetta var skemmtilegt blogg! Það er gott að þið skemmtið ykkur, og vonandi á þetta komment hér að ofan frá Nonna sér enga stoð í raunveruleikanum. Hafið það gott!
Elín (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 21:07
Gaman ad lesa bloggid titt Hildur. Hafdu tad áfram gott. KNÙS frá mér:)
Helga fraenka (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 14:47
Hæ Hildur, ég hélt að Snorri hafi verið að taka mótorhjóla próf...
Guðrún (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 16:46
Ég plögga mótorhjólaferðina vinkona;)
Birgitta (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.