5.11.2007 | 20:53
...
Í kvöld er síðasta kvöldið okkar í London í bili því á morgun förum við með flugi til Singapúr og síðan til Víetnam. Það er áætlað að það muni taka um það bil 15 tíma. Við sjáum til hvernig upplitið verður á okkur eftir þetta. Annaðhvort verðum við með bauga niður á hné eða við verðum útsofnar (útsofnar?) og sætar.
Dagurinn fór í lautarferð í Greenwich Park og búðarrölt. Á meðal þess sem komst í eigu okkar Herdísar á þessu búðarrölti voru ný gleraugu og nýr hljóðnemi fyrir vídjóvélina hennar Herdísar. Reyndar var þetta eiginlega það eina sem við eignuðumst á þessu búðarrölti.. Léleg frammistaða hjá okkur..
En nú er aldrei að vita hvenær von er á næsta bloggi. Það fer algjörlega eftir veðri, vindum og internetsambandi Víetnama. Hlakka samt rosalega til. Ekkert ferðaplan komið samt ennþá. Við munum halda okkur í Víetnam, verðum í HaNoi 24. nóvember. Lendum í Ho Chi Minh.
Verð að pakka..
Athugasemdir
"Maður sefur bara þegar maður verður gamall" þetta hefur þú alla vega oft sagt við mig ;-) góða ferð...
Dóra (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 21:34
Þetta verður ábyggilega gaman. Óska ykkur góðrar, ánægjulegrar og uppbyggilegrar ferðar. Ykkar mamma
mamma (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 23:08
Ég er strax byrjuð að telja niður dagana þangað til þú kemur aftur!!! Góða ferð mússímúss.... vona að þið systur verðið hressar eftir flugið
Birgitta (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 02:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.