3.11.2007 | 18:11
...
Ánægja með almenningssamgöngur fer alfarið eftir vihorfi þess sem nýtir sér þær. Að taka vitlausan strætó getur verið bölvuð vitleysa og heimska og uppspretta gremju, pirrings og smá kvíða yfir því að vita ekki hvar maður muni lenda. Eða það getur verið ókeypis skoðunarferð og athugun á ensku mannlífi. Svo sér maður líka svo margt nýtt. Td seinast þegar við Herdís tókum vitlausan strætó þá enduðum við á túbustöð sem hvorug okkar hafði komið á áður, Old Street. Við komum úr þeirri ferð vitrari og víðsýnni.
Annars hefur svo sem ekkert markvert gerst. Við fórum í víetnamska sendiráðið í gær og það sem tók á móti okkur var röð út á götu af fólki sem vildi fá stimpil í passann sinn til að komast til Víetnam. Röðin var örugglega tvöföld því það var frí daginn áður. Loksins komumst við samt að og fengum náðarsamlegast að skila inn umsóknunum og borga fyrir þessa stimpla 55 pund hvor, sem eru um 6779,30 krónur á gengi dagsins í dag. Það þýðir að ég verð búin að borga 50.000 kall í stimpla, sprautur og lyf áður en ég kemst einu sinni inn í Víetnam! Það er fullt af silki sem er hægt að kaupa fyrir þann pening...
En það þýðir lítið að kvarta þegar blessuð sólin skín og það er hún búin að gera, óhóflega. Engin Lundúnaþoka né rigining hjá okkur núna. Þegar sendiráðsferðinni var lokið settumst við niður í Kensington Park og fylgdumst með dýralífinu þar var margt merkilegra dýrategunda; maríubjöllur, íkornar, krákur, skjóir, grasormar, köngulær, hundar, dúfur og krakkar. Við sáum nú reyndar bara einn íkorna. Hann hljóp í burtu þegar hann sá okkur og var búinn að sleikja á sér punginn. Allar myndirnar af honum voru svo dónlegar, ef þær voru ekki af pungnum á honum þá voru þær af rassinum á honum þar sem hann hljóp í burtu. Þannig að þið fáið að sjá mynd af einu trénu í Kensington Park.
Svo fórum við á National History Museum á sýningu á dýralífsmyndum sem voru sendar inn í samkeppni sem Natioanl Geographic heldur á hverju ári. Sýningin var mjög flott og ég var eiginlega öfundsjúk. Ég verð pottþétt með næst
Í gærkvöldi eldaði Herdís handa okkur Aliyu og við vorum heima að slaka á og drekka rauðvín. Einstaklega skemmtilegt og afslappað. Dagurinn í dag var nú bara svipaður, það var farið seint á fætur og mikill morgunmatur eldaður. Svo kíktum við niður á markaðinn sem er hérna í götunni hennar Aliyar. Þar var allt hægt að fá og sjá og yndisleg stemming þar sem fólk var að spjalla og kaupa sér í matinn beint frá bóndanum, eða því sem næst. Því næst fórum við að eltast við sýningu sem er ekki búið að opna og kaupa helstu nauðsynjar fyrir ferðina. Nú í kvöld ætlum við að fara og halda upp á Guy Fawkes daginn með risa flugeldasýningu. Það er að segja fólkið í London ætlar að fagna en ég ætla svona meira að horfa á. Við erum á leið til Blackheath að hitta Aliyu, kærastann hennar og vini og nú er kominn tími til að drífa sig..
Athugasemdir
Alltaf að líta á björtu hliðarnar... kannski var þetta einmitt strætisvagninn sem þið áttuð að taka...
Dóra (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 19:13
Verðurðu með í ljósmyndasamkeppninni með íkornamyndirnar? Dóni.is! Tíhí...
Jóna Þórunn (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.