...

Fyrsta hluta ferðar er lokið. Ef það er ekki talið til vandræða að tékka sig inn í flug 3 korterum fyrir flugtak þá gekk fyrsti hlutinn vandræðalaust. Ég komst allavegana til London. Við Herdís hittumst á Liverpool Street, reyndar nokkuð seinna heldur en til var ætlast. Ég skrapp í smá göngutúr í kringum brautarstöðina. Á meðan var Herdís á brautarstöðinni að bíða eftir mér. Með hverju sms-i sem Herdís sendi mér fór skap hennar stigversnandi en gleðin við að hitta litlu systur sína aftur eftir stuttan aðskilnað vó þyngra. Síðan þá höfum við verið óaðskiljanlegar. 

 Gærdagurinn fór að mestu leyti í labb um borgina. Gengum um Trafalgar Square og þar í kring. Á Trafalgar Square fékk ég vinnu eftir áramót í Þýskalandi. Hlakka mikið til. Um kvöldið fórum við til Camden og hittum Aliyu, vinkonu Herdísar, og vini hennar. Við Herdís fengum svo að gista heima hjá Aliyu og erum þar enn. (Internettengingin hennar Aliyu gerði þetta blogg mögulegt.) 

í morgun fórum við Herdís í Víetnamska sendiráðið til að fá vegabréfsáritun. Sú ferð var ekki til fjár. Það er víst einhvers konar frídagur í Víetnam þannig að sendiráðið var lokað.. Engin áritun handa okkur í dag og okkar bíður greinilega önnur ferð til Kensington á morgun. Þá ætlum við að kíkja á Museum of Natural History í leiðinni og fleira. Svo er plönuð heimsókn til Sævars og Fay á laugardaginn.

Ekki meira á dagskrá í bili. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bið kærlega að heilsa Sævari og Fay. Vona að ykkur gangi vel með vegabréfsáritunina.

Kær kv. mamma

mamma (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 10:27

2 identicon

 Sakna þín mest í geimi.... Get ekki ýmindað mér annað en þér hafi þótt gaman í Camden, einhvernvegin hef ég minningar þaðan eftir að hafa þurft að burðast með nokkra kílóa skófatnað útbúinn keðjum og göddum fyrir ákveðinn góðkunningja okkar, þeir skór hafa sett mark á líf mitt vegna verulegrar tafar á heimleiðinni á flugvellinum..... 

En hafðu það gott og systan þín, njóttu þess nú að vera þarna úti og laus við okkur í bili..... 

Kveðja frá klakanum Birgitta og Úlfur 

Birgitta (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 02:16

3 identicon

Ég hef líka prófað að tékka inn þremur korterum fyrir flugtak...

Hljómar spennandi að vera komin með vinnu í Þýskalandi. Nú er bara að rifja upp skaftpottaregluna!!

Dóra (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband