...

Hildur Sigurgrímsdóttir hefur hætt störfum hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Svona fer fyrir bestu verkefnum, þau enda einhvern tímann, að því gefnu að einhver vinni verkefnin.. Ég fylltist svo miklu lofti við starfslok mín þegar mér var hrósað að þingeyskir forfeður mínir hefðu grátið af stolti.

Horfnir eru dagar mínir bak við skrifborð niðrí kjallara að flokka kúaskýrslur, nú taka við hlýrri dagar í annarri heimsálfu. Ég vona allavegana að þeir verði heitari því annars er ég í djúpum skít varðandi útbúnað. Ég er nefnilega búin að pakka miklu úrvali af hlýrabolum og nánast engu öðru.. Jú, nærbuxum líka og nokkrum sokkum. Það togast á í mér áhyggjur af því að ég sé ekki með nóg af fötum og svo af burðarþoli líkama míns þegar hann þarf að fara að þramma með bakpokann. Reyndar eru nú bara allsherjaráhyggjur hjá mér af þoli líkama míns. Allir hafa nú væntanlega séð mig og vita hvað ég er íþróttamannslega vaxin og gefin fyrir líkamlega áreynslu. Það eru samt kannski ekki allir sem vita það að elskuleg systir mín er fjallageit. Hún er fjallaleiðsögumaður og hefur gaman af því að klifra upp á hæðir og hóla... Sjáum til hvað ég kemst langt upp með henni, svo bíð ég bara eftir henni þangað til hún kemur niður.

Allar áhyggjur víkja samt fyrir ofsafenginni tilhlökkun og kæti yfir því að komast loks í ferðalag.

Herdís getur klifrað klett
knátt með annarri höndinni
Hildur andar oft og þétt
alveg að tapa öndinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Zóphonías

orri getur setið hest

dóru finnst það brak

Unnur hlær þó allra mest

eftirðahafa skitið upp á bak

Zóphonías, 30.10.2007 kl. 17:45

2 identicon

Mundu bara að hafa ekki vasahníf í handfarangri eins og í Svíþjóðarferðinni forðum.

Jóna Þórunn (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 23:18

3 identicon

Það var tómlegt í mötuneytinu í dag elskan mín :( Heimir Sigurpáll hafði engan að leika við!! Farðu vel með þig rúsínan mín :*

NúrsÁ (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband