...

Ég hefði ekki átt að vera að monta mig af skrifstofunni minni.. Það boðar aldrei neitt gott.. Ég hef óljósan grun um að yfirboðarar í skólanum hafi séð þessi gáleysislegu skrif hjá mér því ég var allavegana tekin með snatri út af skrifstofunni og holað niður í kjallara nýja skóla. Kjallaraholan mín er sæmilega stór og plássið hérna inni er vel nýtt með því að raða saman allskyns nýtilegum hlutum sem á að nota seinna en er hvergi pláss fyrir nema hér. Ástandið er þannig að til að geta sest niður við litla borðið mitt þá þarf ég að halda niðri í mér andanum, snúa líkamanum í allskyns óeðlilegar stellingar áður en ég get þröngvað mér niður milli borðs og stóls.. Það er nú ekki meira pláss hérna en það.

Ég hef svosum aldrei haldið því fram að þetta sé skemmtileg vinna. Þetta hefur verið áhugaverð, einmanaleg, fróðleg, oft þreytandi vinna. Aldrei skemmtileg en heldur ekki leiðinleg þannig séð. Þangað til núna..

Í gær var ég sett í það verkefni að fara yfir 14,5 cm bunka (já, ég mældi) af skjölum sem tengjast loðdýra-tilraunum og haldi hér á Hvanneyri á árunum 1986 -94. Þessi skjöl átti ég að flokka og skrá niður. Til að líta á björtu hliðina þá veit ég allavegana meira um loðdýr heldur en ég gerði.. Þegar þetta verkefni var búið fékk ég 12 cm bunka (fann sko reglustiku í dótinu hér). Þetta er skrá yfir allar kýrnar í landinu á árinu 2006. Þessum bunka á ég að raða eftir skýrsluhaldsnúmerum á bæjunum.. Veit ekki alveg hvar bjarta hliðin er á því. Ég kann soldið af skýrslunúmerum eftir þetta, telst það kostur? Getur maður heillað fólk upp úr skónum með því að þylja upp öll skýrslunúmerin í Reykhólahreppnum?

Hefði átt að prufa það á Kollubar í gær. Seinasta skiptið sem ég fer þangað næsta mánuðinn allavegana. Barinn er lokaður í kvöld vegna árshátíðar starfsfólks. Ef þau taka maka með þá verða þau örugglega alveg fjögur á árshátíð.  Svo er laugardagskvöldið frátekið því ég er á leiðinni á Barinn, með stóru B-i. Þar ætla Guðrún Nína, Stebba og Lórey að eiga afmæli. Verst reyndar að ég er svo mikill órati í skemmtanaflóru borgarinnar, rata ekki á einn einasta bar í höfuðborginni og verð að viðurkenna að ég hef aldrei heyrt um ,,Barinn". Hver býðst til að leiðsegja mér? Ég skal segja þér skýrsluhaldsnúmerið í Árbæ og á Stað! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha... fannstu uppáhalds kúna mína í bunkanum?

Dóra (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 18:08

2 identicon

Hljómar eins og algjörlega æðisleg vinna ;)

Elín frænka (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband