...

Blogg... Er það málið?

Ég er nú svo óstöðug að eðlisfari að mér hefur aldrei tekist að halda úti bloggi. Ekki það að ég hafi reynt það. kannski ég komi sjálfri mér á óvart með þessu og verði besti bloggari í heimi.

Staðan er semsagt þessi: Hildur Sigurgrímsdóttir býr í Borgarnesi hjá ömmu sinni og hefur gert í dágóða stund. Hildur þessi er búin með sinn skóla og vinnur nú við sama skóla, eftir vel heppnað sumar í lyfjaverslun Borgnesinga. Í skólanum hefur hún titilinn ,,Rannsóknarmaður" en þeir sem eru nýir í skólanum gætu freistast til að halda að hún væri eingöngu konan á skrifstofunni. Staðreyndin er sú að hún er að vinna við hávísindalega rannsókn um kálfadauða á Íslandi.

(er samt ekki komið nóg af 3. persónunni núna?)

Nú er ég allavegana að verða búin að leysa þessa gátu með kálfana. Um næstu mánaðarmót er ég á leið til Lundúna, það er ef ég man eftir að kaupa mér miða... Þaðan fer ég til Singapúr og svo enn lengra til Víetnam og þar er fyrirheitna landið. Þar mun ég eyða tæpum mánuði við gleði og leik, fullviss um að fá hvorki hundaæði né lifrarbólgu A eða B (35.000 kall í bólusetningar og malaríulyf, það má nú ekki minna vera að þetta virki allt saman einsog það á að gera!) Þegar fer að líða á nóvembermánuð spái ég að heimþráin fari að taka völdin og mig fari að langa að komast heim til ömmu. Þá sný ég mér í norður, smelli saman hælunum og hugsa heim og viti menn, ég kemst alla leið til Singapúr! Þar verð ég hinsvegar að bíða í nokkra daga eftir viðeigandi flugi sem flytur mig til London og þaðan kemst ég vonandi klakklaust heim. Ég á von á að vera komin heim 7. desember en ekki segja blaðamönnunum frá því..

Ekki má gleyma því að samferðamaður minn í þessu öllu saman verður ástkær systir mín hún Herdís. Oft höfum við Herdís planað að fara saman til útlanda en aldrei orðið neitt úr. Nú er kominn tími til að á láta á reyna og vita hvort við komumst ekki úr landi.

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég er líka örugglega miklu betri en þú að rannsaka babycowdeath!!!!

hundaæði- lundasæði

Birgitta (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 04:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband