Færsluflokkur: Bloggar

Strætósaga

  Ólafur barðist gegnum storminn og bölvaði rigningunni á leið sinni út að strætóskýlinu. Stórir skórnir voru þegar orðnir blautir og þunnur jakkinn var órenndur og slóst við handleggina. Ólafur hljóp þunglamalega af stað þegar hann kom auga á rassinn á strætónum sem hann ætlaði að taka en hann vissi það strax að hann var búinn að missa af honum. Nokkur orð til heiðurs strætó bættust í fúkyrðaflauminn sem streymdi frá Ólafi. Fjandans fjandi. Nú yrði hann of seinn í skólann. Það var korter í næsta strætó. Ólafur var enn móður eftir sprettinn þegar hann smeygði sér inn í skýlið. Jæja, hann gat þó sest niður því skýlið var tómt og reynt að halda á sér hita.

 

Skýlið fylltist smám saman af fólki á leið til vinnu og í skólann. Það var óvenju þröngt í skýlinu því enginn hafði verið viðbúinn þessu veðri og allir enn í sumarfötunum. Ólafur reyndi að muna hvar hann tróð úlpunni sinni seinasta vor. Svo hvarflaði hugurinn að skólanum, hvaða tími var eiginlega fyrst? Var það eðlisfræði eða líffræði? Nei, bíddu, það var mánudagur, var ekki franska alltaf fyrst á mánudögum? Strætó stoppaði fyrir framan skýlið og allir farþegarnir reyndu að troðast sem fyrst inn til að takmarka tímann sem þeir þyrftu að eyða milli skýlisins og strætósins. Strætóinn var hálffullur en Ólafur fékk tvö sæti fyrir sig og bjó sig undir hálftíma strætóferð með því að draga frönskubókina sína upp úr skólatöskunni.

Þó að Ólafur væri með bók í fanginu þá ruggaði kunnuglegur taktur vagnsins honum fljótt í svefn. Stoppa og taka upp farþega, taka af stað, stoppa á ljósum, taka af stað, beygja, farþegar, af stað, skipta um akrein. Ekkert af þessu truflaði dúrinn hjá Ólafi. Það var ekki fyrr en að hann fann að eitthvað kom við hliðina á honum að hann opnaði augun. Hann glaðvaknaði þegar hann sá að það var stelpa sest við hliðina á honum. Rennblaut.

Stelpan leit til hans og brosti hálf pínlega einsog til að afsaka sig fyrir að vera að ferðast með strætó svona til fara. Ólafur roðnaði einsog alltaf þegar hann kom nálægt stelpum. Hann fann mikið fyrir öllum aukakílóum sem fylgdu honum og reyndi að gera eins lítið úr sér og hann gat svo að stelpan myndi nú allavegana fá ¾ af sætinu sínu. Ætti hann að afsaka sig fyrir að taka svona mikið af sætinu? Hann ætti allavegana að segja eitthvað; hvað segir fólk venjulega við svona aðstæður?

´Þetta er nú m.. meira verð.. verðr.. veðrið´ Jesús Kristur! Gat hann ekki einu sinni stunið út úr sér einni setningu við sæta stelpu án þess að stama einsog hálfviti? Það sem hafði áður verið tómatrautt af andliti hans varð dökkvínrautt og roðinn breiddist niður hálsinn og niður á bringu.

Stúlkan leit á hann, brosti og kinkaði kolli. Ólafi fannst hann þurfa að segja meira til að þetta yrði ekki það eina sem hún myndi muna eftir honum. Svo hann yrði ekki bara ´stami-strákurinn sem var svo feitur að strætó fékk slagsíðu ef hann sat út við glugga´ í huga hennar.

´Þeir spá þessu veðri fram á fimmtudag.´ Jæja, ókei, ekkert stam í þetta skiptið. Stelpan leit aftur til hans og kinkaði kolli. Hún tók bók upp úr töskunni og byrjaði að lesa af miklum áhuga. Það draup af hári hennar ofan á blaðsíðuna og hún tók lokkinn sem hékk niður og setti aftur fyrir bak. Ólafur horfði á fíngerða fingurna sem héldu bókinni opinni. Hún var að lesa Njálu. Ein tilraun enn að samtali.

´Hvað er málið með þessa Hallgerði eiginlega? Hún var alveg kolbrjáluð!´ Stúlkan leit svolítið hissa á hann og hristi höfuðið lítillega. Hún hafði greinilega engan áhuga á uppbyggjandi samræðum við ferðafélaga sína í morgunsárið. Ólafur bölvaði aftur, í þetta skiptið í huganum.

´Hallgerður gat þó allavegana náð sér í fullt af karlmönnum´ Af hverju var hann enn að tala? Hafði hún ekki gert honum það fullkomlega ljóst að hún vildi ekki tala við hann? Stelpan setti bókina aftur ofan í tösku og stóð á fætur. Í sama mund stoppaði strætó og stelpan stökk út.

Ólafur horfði á eftir henni og vonaði með sjálfum sér að hún hafi ætlað þarna út hvort sem var, að hann hafi ekki hrakið hana úr strætónum. Hann velti frönskubókinni milli handa sér og breiddi úr sér aftur. Rigningin var byrjuð að breytast í slyddu og stormurinn rétt að byrja. Hann hallaði sér aftur í sætinu og lokaði augunum. Hann átti ennþá eftir 10 mínútur þangað til hann kæmi að skólanum.


Matarsaga

18:23. ´Allt í lagi, kjúklingurinn er kominn á pönnuna og bráðum þarf að kveikja undir pastanu.´

Hún snarsnerist í kringum sjálfa sig í eldhúsinu, nú yrði allt að vera fullkomið. Bróðurparturinn af eftirmiðdeginum hafði farið í að undirbúa kvöldmáltíðina; kvöldmáltíðina sem var svo mikilvæg. Nú var komið að því að sýna vinnufélögunum hvers hún væri megnug í eldhúsinu, að þó hún væri kannski ekki með mesta kjarkinn í mannleg samskipti á vinnustaðnum þá hafði hún nú allavegana kjark í þetta; að bjóða öllum heim til sín og elda fyrir þá. Og hún þurfti ekki að kvíða neinu því að hún naut sín best í eldhúsinu. Það sást reyndar á vextinum. Hún var ein af þessum konum sem að fitnaði ekki um mjaðmirnar eða rassinn. Nei; hvert einasta gramm sem hún innbyrti settust öll sem eitt á brjóstin og magann. Að ofan var hún einsog flugmóðurskip sem var borið uppi af sömu fótunum, í sömu stærðinni og síðan hún var 12 ára. Hún gerði sér alveg grein fyrir þessum líkamlegu einkennum og gerði allt sem hún best gat til að klæða vöxtinn af sér og tókst nokkuð vel upp. Fæstir gerðu sér grein fyrir því hvernig hún var vaxin. Öðru hvoru skaust upp óljós ótti hjá fólki sem horfði á hana að hún myndi detta fram fyrir sig, enginn hugsaði sig þó tvisvar um til að reyna að komast til botns í því af hverju þessi hugsun kom fram. Vöxturinn og flatt andlitið, innrammað af rennisléttu músabrúnu hári, ullu því í sameiningu að hún varð afskaplega óeftirminnanleg.

18:31. ´Var ég búin að salta pastað? Ég var allavegana ekki búin að salta kjúklinginn´

Hún kveikti undir pastanu, hellti rjóma út á pönnuna og tókst í leiðinni að skvetta rjóma uppá annað brjóstið. Hún var reyndar löngu komin með subb út um allan bol, gleymdi að setja á sig svuntu einsog alltaf og tók ekki eftir því fyrr en það var orðið of seint. ´Ansans, nú þarf ég að skipta um bol' sagði hún upphátt við sjálfa sig. Það hentaði henni afar illa því að hún átti engan almennilega fínan bol sem passaði við þessar buxur. Hvað var klukkan orðin? Jæja, hún var þó ekki nema hálf 7, fólkið myndi ekki koma fyrr en um 7. Hún hrærði á pönnunni og lækkaði undir henni, hljóp svo inn í svefnherbergi og kíkti inn í fataskápinn. Þar var ekkert við fyrstu augsýn sem passaði, nema kannski bláa peysan með vaff-hálsmálinu. Jú, ætli bláa peysan sé besti kosturinn úr því sem komið var, þó að kynþokkinn sem bolurinn veitti henni minnki til muna með peysunni.

18:46.Pastað bullsýður og kjúklingurinn mallar. Allt í réttu áttina. Hvað ætti hún að leggja á borð fyrir marga? Hún bauð öllum á vinnustaðnum sem eru 9 manns en ætli allir komi? Það var nú reyndar enginn búinn láta neitt í sér heyra, þýðir það ekki að allir mæti? Það var allavegana betra að leggja á borð fyrir alla heldur en að lenda í því að það sé ekki nóg diskum. 10 diskar á borðið.

18:55.´Hvað er þá eftir? Opna rauðvínsflöskur, ætli sé ekki best að opna bara 3 til að byrja með og leyfa því öllu að anda. Best að kíkja í spegil líka. Jesús Kristur! Ég gleymdi að greiða mér!!´

Hún tók andköf og reiknaði út hvað hún hefði mikinn tíma til að gera eitthvað við hárið á sér, komst svo að þeirri niðurstöðu að það þyrfti bara að vera slegið einsog venjulega. Hún fór með pastað inn á borð, opnaði rauðvínið og sótti salt og piparstaukana inn í eldhús. Þá mættu gestirnir fara að koma.

19:14. ´Það þorir örugglega enginn að vera fyrstur. Það er málið´.

Hún gekk um stofuna til að tékka hvort það væri ekki örugglega allt á sínum stað, týndi ló af teppinu og bankaði upp einn púðann í sófanum. Hún setti disk í geislaspilarann og fyllti stofuna af þægilegri dinnertónlist til að fylla upp í komandi óþægilegar þagnir sem myndu annars verða ennþá meira áberandi. Hún settist í tveggja sæta sófann og hélt áfram að bíða eftir matargestunum.

19:36. ´Hvar eru eiginlega allir?´

Hún gekk út að glugganum til að vita hvort það væri nokkuð farið snjóa. Ef svo væri þá gæti verið að matargestirnir hennar væru bara fastir í skafli einhvers staðar á leiðinni, eða hefðu kannski ekki þorað að leggja af stað ef þeir væru bara enn á sumardekkjunum. Þeir hefðu nú kannski getað látið hana vita samt. En það snjóaði ekki, auð jörð alls staðar. Hún gekk inn í eldhús til að tékka á kjúklingnum sem stóð enn á hellunni.

20:03. ´Kannski hefur eitthvað komið fyrir! Ég sendi þeim pottþétt öllum ímeil til að bjóða þeim, svo minntist ég á þetta á kaffistofunni í morgun!´

Hún gekk að tölvunni og opnaði hana, bæði til að fullvissa sig hvort hún hefði ekki örugglega sent tölvupóstinn og til að tékka á því hvort að það hefði orðið eitthvað slys eða eitthvað sem hefði getað hindrað þau í að komast. Hún opnaði mbl.is og skimaði eftir fyrirsögninni: ,,9 samstarfsmenn á auglýsingastofu sendir á sjúkrahús eftir smávægilegt bílslys" en ekkert slíkt var að finna. Þetta virtist vera tíðindalaust föstudagskvöld einsog þau gerast verst. Og jú, þarna í póstinum hennar var kvöldverðarboðið, sent á alla í fyrirtækinu. Af hverju var enginn kominn?

21:34 ´Hvað í fjandanum á ég að gera við allan þennan mat? Og allt þetta rauðvín?´


Amritsar - seinni hluti

  Komin heim en ferðasagan er ekki alveg búin.

Það sem að Amritsar lifir á er að þetta er landamærabær og fólk sem ætlar yfir landamærin þarf að koma þarna við, gista eina nótt eða svo og það áhugaverðasta sem gerist í Amritsar; mesta aðdráttaraflið fyrir túrista er þegar það er verið að skipta um verði við landamærin. Eða það héldum við allavegana þegar leigubílstjóri stoppaði okkur úti á götu og bauðst til að fara með okkur til landamæranna. Gaman að kíkja á svona túristaviðburði þannig að við tókum boði hans og héldum af stað. En okkur skjátlaðist. Þetta er nefnilega enginn túristaviðburður. Ef ég ætti að kasta tölu á mannfjöldann sem var þarna þá myndi ég segja yfir 500 Indverjar á móti 6 túristum. Þarna mætti okkur þrumandi rokktónlist úr hátölurum, fólk öskrandi (hvaða land er best í heimi? INDLAND!!) og brjáluð stemming. Litirnir voru allsráðandi í mannþrönginni Indlandsmegin. Ef maður kíkti svo í gegn til Pakistan þá sá maður mikið af hvítu, brúnu, ljósbláu, stöku svartan og ef karlmennirnir voru alveg að missa sig, dökkgrænan.

Svo byrjaði athöfnin sjálf. Þið ykkar sem hafið séð sMinistry of Silly Walksketsinn frá Monty Python þar sem að John Cleese vinnur fyrir The Ministry of Silly Walks. Ímyndið ykkur John Cleese í rauðum skautbúningi (svona einsog fjallkonan er í) og þá eruð þið komin með nokkuð góða mynd af þessu. Aðalpáfuglinn Indlandsmegin tók í höndina á aðalpáfuglinum Pakistansmegin (sem var líka í páfuglabúning, bara svörtum. Beisaðir búningar eru allt of exótískir fyrir Pakistana). Pakistanar og Indverjar öskruðust soldið á, Pakistan vs Hindustan, flöggin dregin niður og upp aftur, landamærahliðinu lokað og allt búið. Indverjar fóru heim til sín í gleðivímu eftir skemmtunina, þetta jafnaðist allt saman á við myndarlegustu rokktónleika á Íslandi.

Þar sem þetta var um kvöld fórum við Herdís heim til okkar í skrautlega herbergið. Við gættum okkar vandlega að horfa ekki of lengi á veggina til að fá ekki illt í augun af litasamsetningunni. Áður en við duttum út af voru gerð veðmál um hversu langan tíma það myndi taka okkur að komast inn til Pakistan í gegnum allt pappírsvesenið og kjaftæðið. Herdís veðjaði á 2 og hálfan tíma, ég giskaði á 4. Eftir það fórum við að sofa.

Málið með Pakistan er nefnilega það að það þurfa allir vegabréfsáritun til að komast til Pakistan. Nema örfá pínku lítil lönd sem eru það lítil að það tekur því eiginlega ekki.  Ísland er semsagt á þessum lista. En út af því að þetta eru svo lítil lönd sem svo fáir koma frá þá eru líka frekar fáir sem vita yfir höfuð að það eru einhverjar undantekningar frá þessari vegabréfareglu.

En landamæraeftirlitið stóð sig með prýði. Þegar því var tilkynnt að við ættum ekki að þurfa visa þá teygðu þeir sig niður í skúffu og kíktu á listann með löndunum sem þurfa ekki visa og viti menn; þar var landið Ice Land og okkur var hleypt inn. Við fórum í gegn á 2 klst og 15 mín og allt í einu vorum við komin í annað land. Við fórum úr búsældarlegu landi, með ræktaða akra beggja megin við malbikaðan veg með gangstéttum og komum út í eyðimörk..


Amritsar

Tetta blogg sem er her a undan er  tveggja daga gamalt. Einhvern veginn vill sidan stundum ekki vista bloggin inn eftir ad eg er buin ad eyda miklum tima i ad skrifa tau.. Mjog leidinlegt fyrir ykkur tvi ta faid tid engar frettir af mer..  Annars er eg komin aftur til Pakistan fra Kina og er mjog kat yfir teirri breytingu. Kina var ekki jafn skemmtilegt og Pakistan sko, tad vantar eitthvad..

En afram med smjorid: eftir upplifun okkar vid Taj Mahal forum vid aftur til Delhi. Og ta var loksins komid nog. Hedan skyldum vid fara. Vid kvoddum alla sem vid tekkjum i borginni (semsagt Soffiu:) og tokkudum pent fyrir okkur. Svo var hlaupid upp i lest til Amritsar sem er naesti baer vid Wagha landamaerastodina vid Pakistan. Lestarferdin var oeftirminnanleg en tegar vid komum ut af lestarstodinni i Amritsar byrjadi ballid. 

Vid vorum bunar ad velja okkur hotel sem atti ad vera mjog nalaegt lestarstodinni. Vid gengum ut a gotu og um leid vorum vid umkringdar af rickshaw monnum, hjolakollum og leigubilstjorum sem allir vildu skutla okkur eitthvad. Skipti engu hvert, bara eitthvad. Vid settum undir okkur hausinn og brutumst ut ur tvogunni sem hafdi myndast um einu utlendingana, semsagt okkur. Tvagan brast skjott vid og haetti ad vera einsog varnarveggur i kringum okkur og vard einsog konungleg eftirfylgd eftir okkur tar sem vid stikudum afram, fullvissar um ad hotelid vaeri skammt fra og audfinnanlegt. Afram elti tvagan og veitti engan grid. Tvagan elti okkur fra lestarstodinni, aftur til baka tegar vid snerum vid tvi vid heldum ad vid hefdum farid of langt og tegar vid snerum aftur vid og gengum framhja i tridja skiptid med hopinn a haelunum var tetta farid ad vekja almenna katinu hja vegfarendum sem hofdu fylgst med. A endanum turftum vid ad brjota odd af oflaeti okkar og spyrja tvoguna til vegar (tad var nu meira eg sem turfti ad brotna adeins). Ta loks komumst vid a hotelid sem var falid i dimmu husasundi og viti menn: tetta var leidinlegasta hotel sem vid hofum gist a i allri ferdinni! Leidinlegt starfsfolk, omurleg stadsetning, skitug herbergi og hrikalega ljot. Greinilega litblindur innanhusarkitekt tarna a ferd, veggirnir appelsinugulir, med bleikum listum og loftin pastelgraen.

Morall sogunnar er semsagt: Ef tid aetlid ad eyda nott vid Wagha landamaerin, gerid tad ta Pakistan megin. 

Eftir tessa reynslu for Amritsar nu reyndar bara upp i hugum okkar. Enda var nu ekki haegt ad fara laegra eftir tessar mottokur sem vid fengum. Amritsar er tannlaeknabaer Indlands, her er haegt ad fa tannlaekni, gervitennur og goma a hverju gotuhorni. Og i naesta bloggi verdur sagt fra adaldjamminu i Amritsar: tegar tad er skipt um verdina a landamaerunum. Nu er kominn timi til ad pilla sig upp a hotel og fara ad sofa i hausinn a ser.      

  


Kina


 Ja, tad var sem mig grunadi ad internettengingar i fjollum Pakistans eru ekki neitt ofbodslega godar. Eg komst i eittt skipti i tolvu i Gilgit (notadi einu tolvuna sem virkadi a internetkaffinu) og tolvan su virkadi ekki betur en tad ad eg nadi ad senda mommu tolvupost og fullvissa hana um ad vid systurnar vaerum enn a lifi. Svo traut mer tolinmaedin. 

En tad er fullt buid ad gerast. Nuna er eg komin til Kina, sit a fina hotelinu okkar i Kashgar og pikka inn ferdasogu. Er ekki best ad byrja a rettum enda?

Vid Herdis fundumst a endanum i storborginni Delhi tegar hun kom fra Kabul. Eg segi kannski ekki ad tad hafi gengid afallalaust en tad gekk. Daginn eftir var talinn kominn timi til ad kikja a tad sem er mesti ferdamannastadur Indlands og to vidar vaeri leitad: Taj Mahal. 

Vid boggludumst i oloftkaeldum bil i fjora tima til tess eins ad sja undrid. Og viti menn, tad var tess virdi! Morgunmatur a ljotasta turistastad sem eg hef komid a, solskin og hiti fra helviti, allir vinir bilstjorans sem hann turfti ad plogga ad okkur: allt tetta turrkadist ut tegar vid saum Taj Mahal. 

Tad sen tid vissud (kannski) ekki um Taj Mahal: 

  1. Oll mengandi umferd er bonnud i tveggja km radius fra byggingunni sem tydir ad tu tarft ad labba upp ad henni, lata hjola ter eda taka rafmagnstaxa. Tetta er gert til ad marmarinn missi ekki hvituna og glampann.  
  2. Tessir 2 km verda ad 4 km upp halla ef tu talar vid hjolamann sem er aestur i ad hjola ter
  3. Gardurinn er sleginn med rafmagnsslattuorfum eda storum slattuvelum sem uxar draga tvi tad ma ekki menga.
  4. Taj Mahal er muslimskt minnismerki, sem Afganskt aettadur muslimakonungur, Shah Jahan, byggdi eftir uppahaldskonuna sina.
Svo er eitt sem mig minnir ad eg hafi heyrt einhvern timann en tori ekki alveg ad sverja fyrir. Taj Mahal stendur a arbakka. Tegar Shah Jahan var ad lata byggja Taj Mahal var hann med stor plon um framtidina. Taj Mahal er alveg symmetrisk bygging og tegar keisarinn sjalfur myndi deyja atti ad byggja alveg eins spegilmynd hinum megin vid ana. En tegar hann svo loksins do ta var ekki alveg til peningur fyrir tvi tannig ad kistunni hans var bara plantad vid hlidina a konunni hans. Og kistan keisarans er vist tad eina sem brytur symmetriuna i Taj Mahal.

...

Madur ma ekki vera of fljotur ad hrosa happi yfir godum tolvum herna i Indlandi. A laugardaginn var skrifadi eg blogg fyrir ykkur en kom tvi ekki lengra tvi ad tolvan min vildi ekki vista tad a siduna. Tannig ad tid njotid tess bara i dag.

Eg er buin ad sja margt herna i Delhi en nuna er eg alveg buin ad fa nog a borginni, nuna vil eg fara ad koma mer eitthvad annad. Til daemis til Agra ad sja Taj Mahal og annad dulleri. Aetli eg turfi samt ekki ad bida eftir Herdisi, sem kemur a morgun, jibbi kola!

Eg for i gaer a markad og versladi adeins med Soffiu og for svo ad sja Lotus hofid (Baha'i) og grafhysi Humayun. Mannfjoldinn var slikur i Lotushofinu ad eg nennti ekki ad berjast i gegnum trongina til ad skoda tad ad innan. Svo skemmti eg mer lika bara agaetlegai gardinum fyrir utan ad horfa a strakana i krikketi og fotbolta. Grafhysid er rosalega flott bgging og mjog vel vidhaldid. Gerd ur raudum sandsteini og skreytt med marmara.

Svo a laugardaginn var mer bodid i afmaeli. Tetta var systkinabarn vid Dhrew, manninn hennar Soffiu, sem atti afmaeli. Fyrst var okkur bodid i fjolskyldubod heim til teirra. Tau eiga heima i finu hverfi og rosa flottu husi, svona einsog madur ser i biomyndunum. Tar fengum vid ad borda.. ..mmm.. Kannski er tad bara rett ad verda graenmetisaeta! Ef madur faer svona mat a hverjum degi!

Svo var farid i party a finan bar nidri i bae. Tar var okkur aftur bodid ad borda. Verst ad eg var nanast sprungin eftir fyrra matarbodid.. Nanast sprungin, tannig ad eg gat adeins smakkad :) Eg for nu frekar snemma heim og tegar eg kom ut la kuahjord a jortrinu fyrir utan barinn og um 15 hundar svafu hja teim i satt og samlyndi. Yndislegt.


Laugardagsblogg.. Tveim dogum of seint..

Indverjar eru agaetir.. Tegar eg geng ein nidur gotuna ta soga eg ad mer karlmenn sem halda ad eg se afskaplega bjargarlaus og turfi a hjalp ad halda.

Klisja 1: Ooo! Ertu donsk\saensk\norsk? Geturdu ta hjalpad mer ad tyda bref sem ad vinur minn i Danmorku sendi mer?
Svar: Af hverju sendir danskur vinur tinn ter bref a donsku? Tad er nu ekki gert rad fyrir tvi ad Indverjar kunni donsku..

Klisja 2: Eg er ekki ad reyna ad svindla neitt a ter, i alvoru. Eg vinn heidarlega vinnu og er mjog duglegur.
Svar: hvad ertu ta ad gera a midjum virkum degi ad reyna ad spjalla vid turista a adal bakpokaferdalanga stadnum i Delhi? Svo kemur alltaf i ljos ad hann er bara ad reyna ad hjalpa mer ad fordast svindlara, tvi pabbi hans\fraendi\vinur a bestu ferdaskrifstofuna i baenum.

Klisja 3: Af hverju ertu svona ovingjarnleg? Tu heilsar mer ekki einu sinni! Danskt folk er alltaf vingjarnlegt. Af hverju ert tu tad ekki? Viltu kannski ekki tala vid mig?
Svar: Tad er ekkert svar vid tessu..

Tad er nefnilega alveg satt. Eg er rosalega ovingjarnleg og heilsa ekki einu sinni. To ad tad gangi gegn ollu sem ad mamma kenndi mer tegar eg var litil. Tegar eg kem ut a gotu ta stokkva solumenn mig og teir byrja allir a ad heila. Eg heyri roddina i mommu bergmala i hofdinu: ,,Heilsadu nu Hildur min" en hlydi eg henni? Nei! Eg geng beint afram og hunsa alla.

Isdrottningin Hildur rigsar um goturnar, stigur yfir betlarana tegar teir flaekjast fyrir henni, litur ekki i augun a neinum og How are you-in hrynja af henni einsog vatn af gaes. En tetta tarf madur helst ad gera til ad halda gedheilsunni. Tar med er madur lika ad missa af taekifaerum.

En tegar Indverjar vilja ekki neitt fra ter, eru ekki ad selja ter neitt ta eru teir rosalega indaelir og vinalegir.  Mer var til daemis bodid i kvoldmat heim til Soffiu (Islendingur sem byr herna i Delhi, gift Indverja) og fjolskyldan hennar tok mer opnum ormum. Og maturinn sem eg fekk! ..mmm.. I fyrsta skipti a aevinni gat eg alveg hugsad mer ad vera graenmetisaeta. Svo er mer bodid med teim i afmaeli i kvold, veit reyndar ekki hver a afmaeli.. ..Segi ykkur tad seinna.. Hlakka samt mikid til.

Tad er annad sem er mikid af herna a indverskum gotum: kyrnar. Eg vissi alveg ad kyr vaeru heilagar og ad tad vaeru kyr herna i Delhi en ad tad vaeri svona mikid af teim! Herna a gotunni minni, sem er reyndar trong og ekki mikil bilaumferd, er stundum kyr a 10 m fresti! Stundum er bara heil hjord af teim a midri gotunni! Og ta er bedid. Tvi ad ekkert ma gera til ad raska so kunna. Tad ma ekki ekki reka taer, ekki stugga vid teim og i rauninni er tad eina sem ma gera er ad gefa teim ad eta. En tad er ekkert mikid stundad. Taer eiga vist allar eigendur en taer eru ottalega raefilslegar sumar.

Svo er indverski maturinn. Tad er buid ad vara mig mikid vid; ekki borda salot, ekki skorna avexti, ekki vatn nema ur flosku, ekki klaka i neitt, ekki neitt sem er eldad a gotunni svo eg fai nu ekki i magann og groi fost vid klosettid. En tad er bara ekkert audvelt ad borda i Indlandi, madur finnur litid af veitingastodum. Madur tarf eiginlega ad vita ad hverju madur er ad leita. Veitingastadir eru oft a efri haedum husa og skiltin sem merkja ta drukkna i skilta kradaki. Eg var ordin svo adframkomin i gaer ad eg for inn a McDonalds og bordadi tar.

Tad toppar nu samt ekkert (hingad til) hadegismatinn i dag. Ta for eg a veitingastad og akvad ad fa mer eitthvad vestraent. Hamborgari var malid! Eg akvad ad panta Cheeseburger og velti fyrir mer ur hvernig kjoti tad vaeri eiginlega matbuid tar sem ad her er hvergi bordad nautakjot. Hafdi samt ekki raenu a ad spyrja.. Tegar hamborgarinn kemur tek eg bita og viti menn, haldidi ad buffid hafi ekki verid ur osti! Ostaborgari var tad heillin..


Delhi

Stadan er tannig:

 Eg er a Indlandi, nanar tiltekid i Delhi. Herdis er i Afganistan, nanar tiltekid i Kabul.

Eftir svona cirka viku verdum vid saman i Delhi. Tegar vid verdum loksins komnar a sama stadinn ta getum vid farid ad ferdast.

Ta verdur stefnan tekin til Islamabad i Pakistan og svo yfir tad sem er kallad Karakoram highway til Kashgar i Kina. Fra Kashgar flyg eg til Islamabad og svo til London og loks til Keflavikur (auglysi her med eftir einhverjum sem nennir ad saekja mig til Keflavikur kl 21:10 17. juli og fara med mig, to ekki nema vaeri til Reykjavikur) og ta verd eg komin heim a fronid. 

Eg kom i morgun til Delhi eftir langt naeturflug og flug fra Islandi fyrr um daginn og eg gerdi tad sem er med tvi vitlausara ad gera tegar madur kemur i nytt timabelti. Eg for ad leggja mig og eg svaf i nanast allan dag..

En adur en eg lagdi mig, a tessum klukkutima sem tad tok mig ad komast upp a hotel ta reyndu 2 ad svindla a mer og einum tokst tad. Tetta er ekki stadur fyrir blaeygda Islendinga.. 

 

 


Tilviljanir krydda lífið

Í gærnótt dreymdi mig mikla og stóra drauma, einsog oft áður kannski. Það eina sem ég mundi svona þegar ég var búin að fá mér morgunmat var að mig dreymdi að ég hefði fengið sms frá Andra frænda.

Fyrir þá sem ekki þekkja Andra frænda þá erum við systkinabörn og jafngömul. Reyndar verð ég að segja að ég er 3 vikum eldri en hann og ég nuddaði honum upp úr því alla okkar barnæsku. Satt að segja skil ég ekki alveg að hann skuli tala við mig enn þann dag í dag.. En við lékum okkur allavegana alltaf saman þegar við vorum lítil.

Svo fer ég út eftir morgunmat með sængurfötin mín út á snúru að viðra þau aðeins í rigningunni. Fyrir utan húsið mitt eru tvö lítil börn að leika sér. Ég legg aðeins við hlustir og hvað haldið þið að þau heiti? Hvað annað en Andri og Hildur!

Verð að hringja í Andra..


Stærðfræðisaga - til heiðurs Nönnu

´Á hvaða blaðsíðu er jafnan sem við eigum að nota?´ spyr hún. Hann blaðar áhugalaust í stærðfræðibókinni, finnur jöfnuna samstundis en flettir nokkrum blaðsíðum aukalega til að virðast ekki kunna bókina utan að. Hann tilkynnir blaðsíðunúmerið og leyfir stúlkunni að kljást við dæmið aðeins lengur óstudda áður en hann stoppar hana af og sýnir henni réttu úrlausnina. Hann er annars hugar og áhyggjufullur. Hvað myndi kærastan hans segja ef hún vissi að hann eyddi föstudagskvöldi í að kenna lítilli menntaskólastelpu stærðfræði? Stelpu sem er 20 árum yngri en hann sjálfur? Hann hafði logið að kærustunni; sagst þurfa að vera heima til að vinna í lokaritgerðinni sinni. Hann hafði komist upp með þetta allan veturinn. Alltaf mismunandi afsakanir; einn daginn var hann veikur, annan þurfti hann að hitta vin úr barnaskóla, svo var honum boðið í mat til mömmu en oftast þurfti hann að vinna í lokaritgerðinni. Hana var farið að gruna eitthvað, að minnsta kosti kom svipur á hana þá sjaldan sem hann hitti hana og afsakaði sig fram í tímann, sagðist ekki komast í bústaðinn með henni um helgina. Það yrði rifrildi þegar hún kæmist að því að hann er ekki einu sinni byrjaður með ritgerðina. Bara kominn með titilinn ´Aðferðir til greiningar burðarþols stálbita í hengibrúm.´ Hann hefur ekki getað hætt að hugsa um stelpuna síðan hann kynntist henni.

Hann stendur á fætur og gengur í kringum stofuborðið til að liðka fæturna. Fer að geislaspilaranum og setur Todmobile á. Hún lítur upp og á svipnum má lesa að hún kannast ekkert við tónlistina. Honum bregður við þegar hann áttar sig á hversu mikill aldursmunur var á þeim. Hann er ennþá að hissa á að svo sterkar tilfinningar gætu myndast á svona stuttum tíma. Hún vissi náttúrulega ekki neitt.  

´Þetta er fáránlegt´ segir hún hátt, orðin pirruð. Hann hrekkur við og heldur að hún hafi einhvern veginn giskað á hvað hann var að hugsa. Léttir þegar hann áttar sig á að hún átti bara við dæmið sem hún var að reyna að leysa. Hann gengur til hennar og tekur sér stöðu fyrir aftan stólinn. Hann bendir henni á hvað hún hefur gert rangt og horfir á þegar hún strokar út og reynir aftur. Hann sest aftur við borðið og reynir að einbeita sér að tölvunni sem stendur opin fyrir framan hann en getur það ekki. Hann stelst til þess kíkja hana, hvernig hún kiprar augun þegar hún er að reikna í huganum og hvernig hún slær hægri hendinni í borðið meðan hún skrifar. Hún er líka örvhent hugsar hann og horfir niður á sínar eigin hendur, músin í vinstri. Hann lítur aftur upp á andlit hennar og starir nú til að reyna að finna fleira líkt með þeim. Hann þráir að finna eitthvað sem þau eiga sameiginlegt. Hún tekur eftir því að hann er aðgerðarlaus, lítur upp og horfir brosandi á hann. ´Ertu með störu?´ spyr hún. Hann roðnar svolítið og kinkar kolli. Hún hendir blýantinum á borðið og snýr bókinni við til að hún haldist á réttri blaðsíðu. Hún hallar sér aftur í stólnum og teygir úr sér. Hann hugsar með sér hvort þetta sé rétta tækifærið til að segja henni frá. Hann hefur verið svo lengi að reyna að telja í sig kjark að hann ákveður að henda sér út í djúpu laugina áður en hann guggnar á þessu öllu saman.  

´Ég þarf að segja þér svolítið´ byrjar hann. Hún lítur á hann og geispar. Hann tafsar og veit ekki hvernig hann á að halda áfram. Hvernig á hann að segja þessari stelpu að hún hafi breytt lífi hans? Að hann gleðjist þegar hún kemur inn í herbergið og þessar kvöldstundir sem þau eigi saman við stærðfræðibækurnar séu besti partur vikunnar? Að hann hafi loksins komist að því, 37 ára að aldri, hvað það er að elska skilyrðislaust og vera tilbúinn að fórna lífinu fyrir aðra manneskju? Það er farið að teygjast úr þögninni og hann hóstar til að gera eitthvað. Loks tekur hann á sig rögg og og gloprar út úr sér á methraða: ´Þú ert dóttir mín. Ég er pabbi þinn´. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband