...

Þegar maður kemur aftur til Íslands er maður haldinn þeirri hugvillu að daglegt líf sé ekki þess virði að skrifa um. Að enginn vilji vita hvað ég sé að gera allan daginn því ég er bara á Íslandi og lifi venjulegu lífi einsog allir á Íslandi; ekkert merkilegt við það. En það er vitleysa.

Ég er að vinna á Staðarhrauni í Hítardal í Mýrarsýslu, um það bil 20 mínútur frá Borgarnesi. Hér búa Brandur og Jóna sem eru foreldrar hans Nonna með 12 kýr, 400 kindur og milli 20 og 30 hestar. Ég er hingað ráðin til að temja þessa villihjörð af hestum. Ekki er ég samt byrjuð á mínu tilætlaða verki því hesthúsið er enn í undirbúningi. Ég hef dundað mér við að mála forstofuna, rífa stíur, moka skít, gefa og sópa, ragast í kindum, fella fyrir rúning og gera annað tilfallandi. En núna förum við að geta smíðað inní hesthúsið; allavegana erum við komin með efnið í það.

 


...

Ég er komin heim. Meira að segja búin að vera heima í næstum tvær vikur. Búin að fara á bæði heimin mín; var í viku fyrir páska á Eyrarbakka og er núna í Borgarnesi. Þannig að ef ykkur langar til að hitta mig þá er hægt að koma í heimsókn í Borgarnes eða ef ykkur dugar að heyra í mér þá er hægt að hringja í mig.

Þegar evran var komin í 103 kr þá þótti mér nóg um og ákvað að koma mér aftur til Íslands. Síðan þá hef ég verið að leita mér að vinnu. Og leitin bar árangur á endanum; ég er komin með vinnu. Meira að segja við tamningar. Fyrst þarf bara að byggja hesthús..


...

Eitthvad hef eg heyrt af kvortunum um ad eg bloggi ekki nogu oft. Eg get fullvissad ykkar um ad tad er ekki haegt ad kenna minni leti um tvi eg blogga alltaf tegar eg kemst i tolvu. Tad er bara ekkert tad oft sem tad gerist... Tess ma lika geta ad seinasta blogg var i bodi Gudrunar Ninu tar sem eg atti vid taeknilega ordugleika ad strida og hun tok malin i sinar hendur og reddadi deginum! ..fyrir tessa fjora sem lasu svo bloggid..

Og ju, eg er a leidinni heim. Eg kem reyndar ekki heim a midvikudegi heldur fimmtudegi sem er nr 13 af mars. (um daginn skrifadi eg mars med z, alveg ovart. Madur gaeti haldid ad eg byggi i Tyskalandi eda eitthvad!) Hlakka til ad sja ykkur oll ta. Kvedja fra Sandkrug.


...

To eg geri mikid ur teim tima minum herna sem fer i ad tina skit (sem er reyndar alveg agaetlega
mikill..) ta er tad ekkert tad eina sem eg geri. Eg fae stundum ad sopa lika.  Nei
annars ta hjalpa eg oft til i reidskolanum sem getur verid soldid erfitt. Tetta eru
oftast fatladir krakkar sem turfa hjalp, annad hvort likamlega fatladir eda
ofvirkir. Reynid tid ad hjalpa ofvirkum krakka vid verk sem tekur ruman klukkutima
af einbeitingu an tess ad tala malid! Tad getur ordid soldid snuid..

Tad fer oft ansi mikid i taugarnar a mer ad geta ekki talad einsog eg vil.
Serstaklega med tessi krakkakrili. Einn daginn var verid jarna a ganginum (med
heitum skeifum og allt) og eg var ad hjalpa tveimur stelpum ad leggja a.
Spurningarnar dundu a mer; hvad er verid ad gera, af hverju, meidir hesturinn sig
ekki, af hverju tarf ad lemja a skeifurnar og svo framvegis. Og eg stod a gati. Tad
fer samt mest i taugarnar a mer ad eg hefdi alveg getad utskyrt tetta a islensku,
jafnvel ensku en a tysku.. Eg maeti stundum akvednu skilningsleysi hja krokkunum ad
eg geti ekki talad tysku vel. Typiskt samtal hljomar svona (tytt yfir a islensku):


Barn: af hverju talardu ekki tysku?
Hildur: Af tvi ad eg er Islendingur, eg kem fra Islandi
Barn: Og? So? (sagt med akvednum svip a andlitinu sem er ekki haegt ad kalla annad
en so wot svipinn)
Hildur: Vid tolum islensku a Islandi.
Barnid: ja en af hverju talardu ekki tysku?
Hildur: tja.. ..tegar eg var litil taladi mamma min vid mig a islensku tannig ad eg
laerdi hana
Barn: ja en af hverju talardu ekki tysku??

Tad vekur samt alltaf katinu hja krokkunum tegar eg segist vera Islendingur tvi hja
teim tydir tad bara hestur fra Islandi.Tad er otrulega litid um tad ad folk reyni ad
tala ensku vid mig. Ad folkinu sem er herna i hesthusinu talar bara ein kona vid mig
ensku, allir hinir a tysku. Kannski tala eg betri tysku en tau tala ensku.. ..to tad
geti nu varla verid..

Eg meira ad segja farin ad bregast vid tyska afbrigdinu af nafninu minu sem er
hilDÜR lesist sem islenska afbrigdid af u-i sem er med kommu yfir, aherslan
er a dur-inu og roddin fer alltaf upp i endann med spurnartoni. Minnir mig soldid a
hotelid okkar Herdisar a Cat Ba tar sem slagordid var Our is pleasure to serve
you?

A kvoldin fer eg a hestbak. Eg fae afgangshestana sem eru ekki notadir mikid eda
yfir hofud i reidskolanum. Eg nota storu hestana mest og eina islenska meri sem er
bara notud undir fatlada. Fyrst fekk eg storan hest sem er danskur knuppstrulle.
Hann heitir Gifmo og er raudur ad mestu leyti en mikid hvitblettottur, einsog hann
se kominn hatt a adra oldina. Gifmo er rosalega mjukur a brokki og stokki og
tiltolulega taegilegur og samvinnutydur - vid folk. Gifmo er kongur i sinu gerdi.
Gifmo er i staersta gerdinu asamt 8 odrum hestum. Heyid er gefid i nokkur badkor i
gerdinu og Gifmo etur fyrst upp ur teim ollum, ohugsandi ad einhver annar megi tad.
Tegar eg er ad tina skit i gerdinu safnast venjulega sma hopur i kringum mig. Ef
hestarnir flyja fra, hlaupa yfir mig og fella hjolborurnar minar; ta veit eg ad
Gifmo er kominn til ad spjalla vid mig.

Svo fekk eg Major. Major er dokkjarpur med blesu og einn hvitan sokk. Tegar eg kembi
honum fer eg alltaf ad syngja dansi dansi dukkan min; an undantekninga ("svo er hun
med silkisko, sokka hvita einsog snjo"). Major er brokkhestur. Svoleidis hestar eru
oftast notadir i kappreidar og Major var taminn til tess. Tvi midur heldur hann
eiginlega ekki takti a brokki og er ekki alveg sattur vid tad og tad er astaedan
fyrir tvi ad hann er i reidskola og ekkert notadur en ekki a vedreidabraut. Fyrst
tegar eg prufadi hann ta helt eg ad hann vaeri ad reyna ad henda mer tegar hann
byrjadi ad brokka, svo hast er tad. Tad er tad hast ad eg get ekki setid tad i
lodrettri asetu. En hann getur tolt lika.. Orlitid groft en tolt samt sem adur.


Svo er eg lika med litla islenska meri sem heitir Fenja. Brun, litil, skeidgeng og
ekkert mikid meira ad segja um hana.

Tar sem eg nota mest stora hesta her ta hafa vidmidin breyst adeins. Nuna er Major
ekkert obbodslega stor heldur er Fenja pinkulitil. Folkid herna notar troppur til ad
komast upp a flesta hesta. Islenskir hestar eru engin undantekning. Eg hef hingad
til traast vid ad nota troppur a islensku hestana og aetla ekki ad byrja a tvi. Eg
for i einn reidtima til reidkennara herna sem hafdi aldrei sed mig adur. Eg var a
Fenju sem er pinkulitil og tegar allt er tilbuid kemur hun med troppurnar til ad
koma mer a bak. Eg umla eitthvad i neitun og hun virtist skilja, for allavegana med
troppurnar til baka en nei; kemur hun ekki til baka dragandi med ser stiga sem er
notadur fyrir fatlada folkid og naer mer i mitti!! Ta helt hun ad troppurnar vaeru
of lagar fyrir mig. ad eg tyrfti eitthvad meira til ad koma mer upp a hestinn! Eg
skal jata ad mer hefur aldrei tott neitt audvelt ad koma mer a bak en eg hef ekki
hingad til turft troppur til ad koma mer a islenska hesta! 


...

Tann 15. januar for eg til Salzburg i Austurriki. Austurriki var nu samt ekki afangastadurinn og vid tok 8 tima lestarferd til ad komast  tangad. Loks komst eg til Oldenburg tratt fyrir ad hafa itrekad farid ut ur lestinni a rongum lestarstodvum. (Ef eg hefdi ekki verid med 20 kg tosku i eftirdragi ta hefdi tad nu bara verid skemmtilegt..) I Oldenburg toku Sabine, sem eg vinn fyrir, og Steffi, sem eg vinn med, a moti mer og leiddu mig a mitt nyja timabundna heimili. 

Her kom margt a ovart. Ekki illa a ovart sko en samt var margt sem eg var undirbuin fyrir. Til daemis vissi eg ekki ad madurinn hennar Sabine, Franz, er heyrnarlaus og blindur. Nuna kann eg semsagt ad stafa i lofa en tannig gerir madur sig skiljanlegan vid daufblint folk. Nafnid mitt er t.d: (verd ad fa ad monta mig adeins..)

H - rennid fingri fra fingurgomi a litlafingri nidur allan fingurinn
I -  eitt  pot a  fingurgom löngutangar
L - rennid fingri fra fingurgomi löngutangar og nidur ad ulnlid
D - rennid fingri fa fingurgomi löngutangar og nidur allan fingurinn.
U - eitt pot a fingurgom litlaputta
R - dragid slöngulinu i midjan lofann. 

Tad var otrulega litid mal ad laera stafrofid, Sabine kenndi mer tad a halftima. Tad erfida er ad vita hvernig madur a ad skrifa ordin og ad skilja hann..

Tad er soldid merkilegt ad fylgjast med Franz og sja hvad hann er otrulega godur ad redda ser. Eitt er samt sem madur fattar samt ekki fyrr en madur byr med daufblindum manni; Ef Franz stefnir i attina ad ter ta verdur tu ad vikja tvi hann gengur bara beint afram! Og lika hversu otrulega mikinn havada hann gerir! Fyrsta morguninn herna vaknadi eg vid tvilikan skarkala, tetta minnti mig a tegar Herdis vaknadi kl 6 a morgnana og for ad vinna i Humarvinnslunni. Ta var morgunmatur bordadur med tilheyrandi skarkala. Tegar eg kiki fram ta stemmir tetta allt saman; Franz er ad leggja a bordid fyrir morgunmat.  En nog um Franz.

Sabine rekur her reidskola fyrir krakka og troskahefta. Her eru 40 hestar a 2,5 hekturum. Tetta plassleysi hefur ymislegt i for med ser:

  1. Allt atferli hestanna og goggunarrödin eru mjog skyr og greinileg.
  2. Allir hestarnir eru mjög gaefir og medfaerilegir, stundum of gaefir.
  3. Tegar tad rignir, ta vedur madur drulluna upp a midjan legg. 
  4. Tad tarf ad fara i oll gerdin a hverjum degi og tina upp skitinn til ad halda tessu saemilega hreinu.

Og tad er mitt verk; ad labba um med faegiskoflu, greidu og hjolbörur og tina upp skit :-) Tjodverjar eru soldid skrytnir med ymislegt. Ok, eg se alveg torfina a tvi ad tina upp skiti tvi tad er svo litid plass og allt adtrengt en ad nota ekki almennileg verkfaeri vid tad! Eg fae faegiskoflu med upprettu skafti sem naer upp ad mjodm og greidu med skafti sem naer upp ad mjodm! Kannski er bakverkur eftirsoknarverdur i Tyskalandi, veit tad ekki.. Veit tad bara ad eg er buin ad eigna mer einu greiduna sem er med skafti upp ad brjosti.

Annad: tad er hlid her sem er alltaf gengid um en tarf alltad ad vera lokad. Einhver klar Tjodverji setti samt ekki klinku sem skellist aftur, heldur klinku sem tarf ad loka handvirkt! Eg geng um tetta hlid svona 10 sinnum a dag og i hvert einasta skipti velti eg tessu fyrir mer; hvers vegna var ekki sett klinka sem lokast sjalf? Nuna er eg eiginlega ad verda soldid pirrud ut i tann sem gekk svona fra tessu!

Nuna er komid kvold og ta hef eg hesthusid fyrir mig. Best ad fara a hestbak.  


...

Komin til Tyskalands an teljandi afalla.

ferdasaga seinna 


Jól Jól Hól

Farsæl jól og gleðilegt komandi ár!

Ég naut jólanna í faðmi fjölskyldunnar (sat lengi vel föst milli Einars og Snorra því þeir föðmuðu mig svo mikið) í Borgarnesi að þessu sinni. Það var ósköp indælt og ég hef aðeins eitt um kvörtunarefni, raunar það sama og undanfarin þrenn jól.

Ég fékk enga jólabók!

Ég fékk allskyns; peysu og rúmföt og ullarnærföt og skuplu (takk Guðrún : ) og gleraugu en enga bók! Ég hafði grun um að svona myndi fara því undanfarin jól hefur mér ekki gengið vel að hala inn jólabækur þannig að ég ætlaði sko aldeilis ekki að falla aftur í þá gryfju að þurfa að lesa Járningar og hófhirða á sjálfa jólanóttina. Ég skyldi fara út í Eymundson og kaupa mér jólabók! (veit reyndar að það er soldið svindl en hvað getur kona gert?)

Ég þóttist himin hafa höndum tekið þegar að jólanóttinni kom og ég gat dregið sjálfkeyptu jólabókina mína undan koddanum. En svo þegar ég byrjaði að lesa þá var hún bara leiðinleg.. Svo leiðinleg að þó ég hafi klárað hana á endanum þá henti ég henni þegar hún var búin.

Svona eru örlögin. Mér er bara ekki ætlað að lesa á jólunum. Það er kannski einhver þarna uppi sem líkar ekki að athyglin skuli öll vera á lestri þegar hann á ammli.


Ég er komin heim í heiðardalinn..

Lítill tapír

..og mikið ansi er kalt hérna..

Við eyddum seinustu dögunum í Singapúr hjá Prinsinum af Wales í Little India hverfinu. Við gerðum heiðarlega tilraun til að fara í dýragarðinn singapúrska en það var einsog syndaflóðið væri endurtekið á herðar okkar þar. Við þrjóskuðumst samt við lengi vel, Íslendingar láta ekki smá rigningu á sig fá, þetta var ekki einu sinni köld rigningi! Þegar rigningin var hinsvegar orðin meira en smá og var búin að vera það ansi lengi þá létum við okkur og flúðum í öryggi lestastöðvanna. Þetta var annars mjög fallegur dýragarður og leit vel út. Á myndinni er tapírungi, mjög sætur. Fullorðnir tapírar eru ögn stærri en fullorðin svín.

Daginn eftir flugum við heim. Hvað getur maður sagt um það; 14 tímar í flugvél bjóða ekki uppá að neitt markvert gerist.. Ég horfði á nokkrar bíómyndir, spilaði mario bros og lærði víetnömsku (reyndar soldið seint i rassinn gripið.)

Við komum til London í skítakulda og viti menn! það rigndi þar líka! Og svo maður vitni í biblíuna þá var hvergi rúm fyrir þau á gistihúsum því það voru að koma jól. Við Herdís gengum um götur London í rigningunni og leituðum að gistihúsi í meira en klukkutíma þangað til að einn góðhjartaður hótelmaður vorkenndi okkur og lét okkur fá herbergi. 

Daginn eftir flugum við til Íslands. Það var nú líka tiltölulega viðburðalaust flug. Þegar við vorum búnar að tékka inn farangurinn okkar og vorum komnar inn í flugstöð slitnaði annar sandalinn minn.. Þeir fóru í ruslið og Hildur hélt áfram berfætt. Berfætt í flugvélina, berfætt út úr henni, berfætt í fríhöfnina og í gegnum tollinn. Þegar ég leit úr um dyrnar og sá snjóinn úti þá ákvað ég samt að kafa ofan í tösku og ná mér í skó.. 

Ísland er kalt en ágætt. Við fórum uppí Borgarnes og fengum grjónagraut með slátri. Svo leið helgin við mikinn bakstur og skemmtun. Við bökuðum laufabrauð, kossa, netkökur, kryddkökur, spesíur, engiferkökur, piparkökur og sörur. Ágætis árangur miðað við stærðina á eldhúsinu hérna heima..

Svo er bara að finna sér vinnu.  


Singapur eda Indonesia?

Singapur er roalega hrein borg. Svo hrein ad hun er nanast sotthreinsud. Tad er lika 500 dollara sekt vid tvi ad henda rusli a gotuna. Og sekt vid tvi ad borda i lestinni. Og sekt vid tvi ad standa fyrir utan gulu linuna a lestarpallinum, sekt fyrir ad misnota rullistiga, sekt fyrir ad bida ekki eftir graena kallinum, sekt fyrir ad fara ekki yfir a gangbraut og loks daudrefsing fyrir ad smygla inn eiturlyfjum samkvaemt singapurskum logum. Singapur er semsagt drifin afram af sektum, bodum og bonnum og tar fyrir utan er hun rosalega dyr borg. Vid Herdis vorum ekkert alltof hrifnar af Singapur. Tannig ad vid skelltum okkur til Indonesiu i stadinn! Rett fyrir utan Singapur er indonesiska eyjan Bin Tan sem vid settum stefnuna a. Eftir mikla leit fundum vid rettu ferjuna og ferdinni var heitid til Tanjung Pinjang sem samkvaemt guidabokinni var litid fiskimannatorp. Tegar vid komum tangad ta komumst vid ad tvi ad i tessu litla fiskimannatorpi bua 300.000 manns.  Tad var viss lettir ad koma aftur i land tar sem manni var heilsad a gotum uti og allir ad reyna ad selja manni ferd a motorhjolinu sinu, grilladan fisk i bananalaufi eda eitthvad allt annad. Tegar madur er buinn ad venjast athyglinni i Vietnam finnst manni soldid kalt ad koma til Singapur tar sem madur er bara hreint ekkert merkilegur!  I Indonesiu gerdum vid nanast ekki neitt. Lagum a strondinni, bordudum stoku sinnum og drukkum bjor og svo forum vid ad sofa. Allt saman mjog afslappad og rolegt. Seinni nottina okkar svafum vid i kofa sem var a stultum ut i sjo med lauftaki og morgum gotum a milli. Vid gerdum rad fyrir ad vera tarna einn dag  i vidbot en tad gerdi mini hitabeltisstorm tannig ad tad hvein og song i ollu um nottina og vindurinn og regnid bardist inn um allar rifur a kofanum. Tegar vid voknudum (tad er, Herdis vaknadi og vakti mig svo) var urhellisrigning og hressilegt rok tannig vid akvadum ad fara bara aftur til Singapur, tar sem eg sit nuna.  En eg svaf nu bara mjog vel i kofanum...

...

Komin aftur til Ho Chi Minh og borgin er ekkert eins rosaleg og mig minnti. Fyrst tegar vid komum til borgarinnar fannst mer tetta rosalegt samspil ad oll tessi motorhjol gaetu komist fyrir a gotunni a sama tima, keyrt um og ekki klesst a. Ad komast yfir gotuna virtist omogulegt, eg sa fyrir mer ad vid myndum geta labbad hringinn I kringum Phan Ngu Lao (gotuna okkar, adalbakpokaferdalangahotelstadinn) og kaemumst ekkert lengra tvi vid gaetum ekki farid yfir.. En tetta laerdist einsog svo margt annad herna. Tad er nefnilega serstok taekni vid tetta. Munid tid eftir i Mulan tegar amman er ad tekka a hvort ad krybban se lukkukrybbba og gengur yfir gotuna med bundid fyrir augun? Tad er svoleidis taekni. Tu gengur rosklega yfir gotuna, tad er haegt ad loka augunum ef madur vill tvi tu gerir ekkert nema ad labba og treystir bara a ad motorhjolin keyri ekki a mann! Tad tarf reyndar ad passa sig soldid bilum tvi teir eiga gotuna og reidhjolum tvi ad tau eru ekki alveg jafn lipur i ad stoppa, serstaklega ekki ef tau eru fullhladin.   

Seinasti vidkomustadur i Vietnam sem ord er a hafandi var Cat Ba eyja sem er eyja a HaLong Bay, stutt fra HaNoi. Ynidsleg eyja og rosalega falleg. Tetta er allt saman einsog eyjaklasi med morgum litlum eyjum. Imyndid ykkur ad Alpafjollin hafi sokkid i sjo og tad seu bara efstu 100 m sem standa upp ur. Ta ertu kominn med Cat Ba. Snarbrattar, skogivaxnar hlidar sem standa beint upp ur sjonum. Laglendi er afskaplega takmarkad en skipalaegi eru morg og god.  

Eg tal tad eitt af okkar mestu hoppum i ferdinni ad taka ekki skipulagda ferd til Cat Ba heldur fara sjalfar upp a okkar eigin spytur. Vid tokum hradbatinn til Cat Ba og tegar vid stigum upp a bryggjuna tyrptist ad okkur folk til ad leigja okkur herbergi. Innan tveggja minutna vorum vid komnar med flott herbergi med utsyni yfir sjoinn a 6 dollara. (tad er svona tvofalt hagkerfi i gangi, verd a hotelherbergjum eru td alltaf gefin upp i dollurum en ekki dongum).  Tennan dag leigdum vid okkar motorhjol og keyrdum held eg alla vegi a eynni. Allavegana tokum vid alla afleggjara sem okkur budust, sem voru tveir, og keyrdum ta bada til enda. 

Daginn eftir forum vid i sjoferd. Vid forum a bat i utsynisferd i kringum eyjarnar asamt 4 odrum turistum. Vid vorum med kajak med okkur a einum floanum forum vid i kajakana, vorum send ut a stora floann og sagt ad koma aftur eftir klukkutima. Vid Herdis vorum himinlifandi, her var komid taekifaeri til ad finna ser litla einkavik, fara a land tar, bada sig i solinni, snorkla og synda alveg einar i heiminum! Og vid logdum af stad og fundum rosa fallega vik, voldum tridju vikina sem vid forum framhja. Tegar vid rennum i land tar sjaum vid ad allir hinir turistarnir eltu okkur i einkavikina okkar! Ekki snefill af sjalfstaedri hugsun tvi tad er ekki einsog tetta hafi verid eina vikin! Tannig ad vid Herdis horfudum, forum til baka og fundum okkur adra vik..  

I seinna skiptid sem vid forum a kajak forum vid til ad skoda hella sem vid gatum roid inn i. Skipstjorinn benti inn i sma vik og tar sem hann taladi voda litla ensku vissum vid eiginlega ekki hvad vid vorum ad gera a kajokunum inn i tessarri vik fyrr en vid vorum buin ad roa tangad inn og finna hellinn. Voda finn hellir..  

Vietnamar eru soldid fyndnir. Oryggisbylgjan hefur ekki nad hingad enn. Tad tykir td ekkert tiltokumal ad ferdast i bilum sem vantar hurdina a, vera an hjalms a motorhjoli, vera an hjalms a motorhjoli med nokkrum bornum (eg hef mest sed konu a motorhjoli med 5 born) og svona lagad. Vietnamarnir sem voru ad vinna a batnum sendu okkur ut a tessum kajokum an tess ad hafa ahyggjur af tvi hvort vid kynnum ad synda, hvort vid myndum tynast eda hvort vid kynnum ad roa. Vid vorum reyndar i bjorgunarvestum en tegar eg skodadi tau adeins betur stod junior a teim og eg er ekki viss um ad tau hefdu haldid 45 kg vietnamskri konu, hvad ta mer. Tannig ad eg neitadi ad fara i bjorgunarvesti i seinna skiptid sem vid forum a kajaknum og tvi var tekid med kaeruleysislegu axlayppi. 

Svo var skipulagt stopp a Monkey Island. Baturinn stoppadi svona 20 m fra landi. Skipstjorinn benti upp i fjoru og sagdi ,,Swim!” Vid litum svoldid ringlud hvort a annad. Attum vid i alvoru ad synda i land eda var hann ad grinast? Samferdafolk mitt var svona frekar hikandi tannig ad eg akvad ad taka af skarid og synda i land! Klifra nidur stigann fra batnum og skelli mer a tetta tignarlega skridsund og syndi i land. Tau skyldu sko ekki fa ad segja ad Islendingar vaeru einhverjar rolur!! Tegar eg er ad draga mig upp i fjoru lit eg sigri hrosandi ut i bat, mana hina turistana til ad leika tetta nu eftir og se tar sem ad naesti madur sem kom a eftir mer stendur vid hlidina a batnum med sjoinn ser i mitti…  

Herdis fullvissadi mig samt um ad eg hefdi verid hugrokk.. Soldid kjanaleg en hugrokk.. 

En Apaeyja stod sko sannarlega undir nafni tvi tegar vid vorum ad fara ad vada aftur ut i bat kom apafjolskylda ut ur skoginum! Rumlega 5 apar leku lausum hala a strondinni okkur til mikillar gledi. Einn saklaus ferdalangur hafdi lagt fotin sin i bing a strondinni medan hann var ad synda. Buxurnar nadust nu aftur af apanum en solgleraugun munu aldrei sjast aftur..  En einsog alltaf tegar mikid liggur vid vard myndavelin batteriislaus akkurat tarna.. 

Fra Cat Ba forum vid til HaNoi og med lest til Ho Chi Minh. Oja, 33 tima lestarferd. Valid stod a milli hard bed (6 i klefa) og soft bed (4 i klefa). Eg sannfaerdi Herdisi um ad Soft bed vaeri malid og hun samtykkti tad. Tegar vid komum i klefann ta hugsadi eg med mer ad ef ad tessi fangelsisklefi med 5 cm dynum vaeri soft bed, hvernid vaeri ta hard bed? Arni Jonsen hefdi fengid flog yfir adstaedunum tarna og hefdi bodid nyjar dynur a linuna. Seinna i konnunarferd okkar um lestina sa eg ad hard bed voru um tad bil 2 cm dynur..

En tessi lestarferd var afskaplega tilbrigdalaus. Vid birgdum okkur upp af lesefni og mat og logdumst svo i dvala. I morgun vaknadi eg svo upp af vaerum blundi tegar lestarvordurinn kom inn og oskradi ,,SAIGON”. Vid hrukkum upp og reyndum ad klaeda okkur ur nattfotunum og i venjuleg fot og pakka og koma okkur ut ur lestinni a sem skemmstum tima. Tad endadi a ad eg for i fotin utan yfir nattfotin og stauladist svefndrukkin ut ur lestinni. Svo hefur dagurinn lidid vid mikla eydslu her i SaiGon tvi nu erum vid ad fara heim og allt sem vid aetlum ad kaupa tarf ad kaupast i dag. Flugid til Singapur er i fyrramalid. Er ta ekki malid ad pakka? 

Og fyrir ahugasama get eg stadfest tad ad bandriskar kvikmyndir eru i reynd talsettar a allra versta mata.   

PS: skodid http://www.facebook.com/album.php?aid=18762&l=92499&id=501817281 fyrir ferdamyndir. 1 mynd a dag.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband